Vinnumarkaður - 

05. júní 2009

Miklar hækkanir hjá opinberum starfsmönnum og verkafólki á 1. ársfjórðungi 2009

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Miklar hækkanir hjá opinberum starfsmönnum og verkafólki á 1. ársfjórðungi 2009

Laun á almennum vinnumarkaði hækkuðu að meðaltali um 4,1% frá 1. ársfjórðungi 2008 til sama fjórðungs á þessu ári, en um 11,3% hjá opinberum starfsmönnum. Þetta er mikill munur, 7,2%, og er afar sjaldgæft að svo mikill munur sé á þróun þessara meginfylkinga á vinnumarkaðinum. Á fjórðungnum á undan, 4. ársfjórðungi 2008, var hækkunin 6,5% á almennum vinnumarkaði frá sama tíma árið áður, en 12,7% hjá opinberum starfsmönnum, sem er 6,2% munur.

Laun á almennum vinnumarkaði hækkuðu að meðaltali um 4,1% frá 1. ársfjórðungi 2008 til sama fjórðungs á þessu ári, en um 11,3% hjá opinberum starfsmönnum. Þetta er mikill munur, 7,2%, og er afar sjaldgæft að svo mikill munur sé á þróun þessara meginfylkinga á vinnumarkaðinum. Á fjórðungnum á undan, 4. ársfjórðungi 2008,  var hækkunin 6,5% á almennum vinnumarkaði frá sama tíma árið áður, en 12,7% hjá opinberum starfsmönnum, sem er  6,2% munur.

Hækkun launa milli 1. ársfjórðunga 2008 og 2009

Á almennum vinnumarkaði lækkuðu laun stjórnenda að meðaltali um 1,7% frá 1. ársfjórðungi 2008 til sama fjórðungs á þessu ári. Sérfræðingar lækkuðu einnig sem nam 0,3%. Aðrar starfsstéttir hækkuðu og hækkaði verkafólk mest, um 8,8%, og þar á eftir kom skrifstofufólk, um 6,4%. Þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólk hækkaði um 4,9% og iðnaðarmenn um 4,5%.

Hækkun launa starfsstétta á almennum vinnumarkaði

Samtök atvinnulífsins