Efnahagsmál - 

23. nóvember 2005

Mikilvægt skref í átt að frelsi í þjónustuviðskiptum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Mikilvægt skref í átt að frelsi í þjónustuviðskiptum

UNICE, Evrópusamtök atvinnulífsins, fagna niðurstöðu atkvæðagreiðslu um þjónustutilskipun ESB í nefnd Evrópuþingsins um innri markaðinn og neytendamál. Niðurstaðan styður það meginmarkmið tilskipunardraganna að koma á raunveulegu frelsi í þjónustuviðskipum á innri markaðnum.

UNICE, Evrópusamtök atvinnulífsins, fagna niðurstöðu atkvæðagreiðslu um þjónustutilskipun ESB í nefnd Evrópuþingsins um innri markaðinn og neytendamál. Niðurstaðan styður það meginmarkmið tilskipunardraganna að koma á raunveulegu frelsi í þjónustuviðskipum á innri markaðnum.

Ernest-Antoine Seilliére, forseti UNICE, segir nauðsynlegt að koma á raunverulegu frelsi í þjónustuviðskiptum á innri markaðnum, til þess að efla hagvöxt, auka samkeppni og fjölga störfum. Þá leggur hann áherslu á mikilvægi þess að tilskipunin hafi ekki áhrif á framkvæmd tilskipunarinnar um útsenda starfsmenn. Selliére segir Evrópuþingið hafa tekið mikilvægt skref í átt að raunverulegum innri markaði á sviði þjónustu.

Tilskipunardrögin um þjónustuviðskipti eru enn til umfjöllunar í fleiri nefndum Evrópuþingsins og gríðarlegur fjöldi breytingartillagna hefur verið lagður fram, en atkvæðagreiðsla í Evrópuþinginu öllu er ráðgerð í janúar nk.

Sjá fréttatilkynningu UNICE.

Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins eru meðal aðildarsamtaka UNICE.

Samtök atvinnulífsins