Fréttir - 

19. nóvember 2019

Mikilvægt frumkvæði ríkisstjórnarinnar

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Mikilvægt frumkvæði ríkisstjórnarinnar

Í dag kynntu stjórnvöld aðgerðir sem ætlað er að endurreisa traust á atvinnulífinu sem beðið hefur hnekki á síðustu dögum. Frumkvæði ríkisstjórnarinnar er mikilvægt og Samtök atvinnulífsins munu starfa með stjórnvöldum og atvinnulífinu til að tryggja framgang þeirra mála sem ríkisstjórnin setur á oddinn. Það er allra hagur að ásakanir í garð Samherja verði rannsakaðar ítarlega og eins hratt og kostur er. Sú háttsemi sem fyrirtækið er sakað um rýra bæði traust á atvinnulífinu og skaðar orðspor Íslands.

Í dag kynntu stjórnvöld aðgerðir sem ætlað er að endurreisa traust á atvinnulífinu sem beðið hefur hnekki á síðustu dögum. Frumkvæði ríkisstjórnarinnar er mikilvægt og Samtök atvinnulífsins munu starfa með stjórnvöldum og atvinnulífinu til að tryggja framgang þeirra mála sem ríkisstjórnin setur á oddinn. Það er allra hagur að ásakanir í garð Samherja verði rannsakaðar ítarlega og eins hratt og kostur er. Sú háttsemi sem fyrirtækið er sakað um rýra bæði traust á atvinnulífinu og skaðar orðspor Íslands.

Það er eðlilegt að fram komi spurningar um hvort nægjanlega vel sé að verki staðið í atvinnulífinu almennt. Það má alltaf gera betur, einkum varðandi gagnsæi og upplýsingagjöf. Komi fyrirhugaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar til framkvæmda munu þær auka gagnsæi og traust í garð atvinnulífsins.

Traust er undirstaðan í viðskiptum. Þegar það bregst verður að ríkja trú á að eftirlitsaðilar og réttarkerfið grípi til viðeigandi ráðstafana. Nú þurfa eftirlitsaðilar að vinna hratt og þau sem tengjast áðurnefndum viðskiptum að eyða sem fyrst óvissu um þátt sinn í málinu.

Sértækar aðgerðir af hálfu þessara aðila, sem og stjórnvalda, og aðrar almennar aðgerðir ættu allar að miða að því markmiði að leiða fram sannleikann í málinu svo íslenskt atvinnulíf öðlist tiltrú þjóðarinnar á ný. Samtök atvinnulífsins eru reiðubúin til samstarfs til að svo verði og telja að ríkisstjórnin hafi stigið mikilvægt skref með yfirlýsingu sinni í dag.

Sjá nánar:

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að auka traust á íslensku atvinnulífi

Samtök atvinnulífsins