Efnahagsmál - 

28. desember 2010

Mikilvægt að móta nýja peningastefnu

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Mikilvægt að móta nýja peningastefnu

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir miklu skipta að móta nýja peningamálastefnu sem fyrst. Í samtali við Fréttablaðið í dag segir Vilhjálmur ánægjulegt að Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, vilji hafa forgöngu um að setja í gang umræðu um peningastefnuna. Augljóst hafi verið að framkvæmd hennar hafi ekki virkað þegar Seðlabanki Íslands hækkaði ítrekað vexti í aðdraganda hrunsins til að reyna að sporna við verðbólgu. Þá segir Vilhjálmur mikilvægt að aflétta gjaldeyrishöftunum sem fyrst til að opna fjármagnsmarkaði. Gengi krónunnar geti þá byggt á raunveruleikanum en ekki því gerviumhverfi sem höftin skapi.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir miklu skipta að móta nýja peningamálastefnu sem fyrst. Í samtali við Fréttablaðið í dag segir Vilhjálmur ánægjulegt að Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, vilji hafa forgöngu um að setja í gang umræðu um peningastefnuna. Augljóst hafi verið að framkvæmd hennar hafi ekki virkað þegar Seðlabanki Íslands hækkaði ítrekað vexti í aðdraganda hrunsins til að reyna að sporna við verðbólgu. Þá segir Vilhjálmur mikilvægt að aflétta gjaldeyrishöftunum sem fyrst til að opna fjármagnsmarkaði. Gengi krónunnar geti þá byggt á raunveruleikanum en ekki því gerviumhverfi sem höftin skapi.

Nánari umfjöllun um mótun nýrrar peningastefnu er að finna í Fréttablaðinu þriðjudaginn 28. desember. Í umfjöllun blaðsins segir Vilhjálmur m.a. það einsýnt að fleiri tæki þurfi til að viðhalda stöðugleika en stýrivexti Seðlabankans. Til dæmis þurfi ábyrgð stjórnvalda á hagstjórninni að vera meiri en hún hafi verið.

Sjá nánar:

Umfjöllun Fréttablaðsins 28. desember 2010

Samtök atvinnulífsins