Mikilvægt að gjaldeyrismarkaðir komist í lag

Áföll á fjármálamörkuðum hafa leitt til mikils skorts á gjaldeyri á Íslandi og truflanir hafa orðið á greiðslumiðlun með erlendra gjaldmiðla. Það er mjög mikilvægt hagsmunamál atvinnulífsins að aðgangur íslenskra fyrirtækja að gjaldeyri verði tryggður og að greiðslumiðlun verði komið sem fyrst í eðlilegt horf. Nýi Landsbankinn og Icebank sinna þessari þjónustu. Vonir standa til að Nýi Glitnir og Kaupþing geti hafið greiðslumiðlun með erlenda gjaldmiðla sem allra fyrst.