Efnahagsmál - 

06. Júní 2006

Mikilvægi einfaldra og góðra starfsskilyrða

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Mikilvægi einfaldra og góðra starfsskilyrða

Endurskipuleggja þarf skipulag stjórnarráðsins en eins og nú er háttað getur eitt og sama fyrirtækið þurft að kljást við eftirlit frá mörgum ráðuneytum, eftirlit sem oft beinist að sömu eða svipuðum hlutum. Þetta er meðal þess sem Pétur Reimarsson frá Samtökum atvinnulífsins lagði áherslu á í erindi sínu á ráðstefnu forsætisráðuneytisins um einfaldara Ísland. Hann sagði jafnframt að ný verkaskipting ríkis og sveitarfélaga væri knýjandi á þessu sviði og að beint eftirlit, sýnatökur og rannsóknir ætti að fela faggiltum skoðunarstofum og rannsóknastofum sem fyrirtækin semdu sjálf beint við. Pétur sagði nauðsynlegt að ráðuneytin færu yfir lög og reglugerðir á sínu sviði og kölluðu á hagsmunaaðila til samráðs. Ákveðin markmið, tímamörk og skilgreindir áfangar væru forsenda árangurs.

Endurskipuleggja þarf skipulag stjórnarráðsins en eins og nú er háttað getur eitt og sama fyrirtækið þurft að kljást við eftirlit frá mörgum ráðuneytum, eftirlit sem oft beinist að sömu eða svipuðum hlutum. Þetta er meðal þess sem Pétur Reimarsson frá Samtökum atvinnulífsins lagði áherslu á í erindi sínu á ráðstefnu forsætisráðuneytisins um einfaldara Ísland. Hann sagði jafnframt að ný verkaskipting ríkis og sveitarfélaga væri knýjandi á þessu sviði og að beint eftirlit, sýnatökur og rannsóknir ætti að fela faggiltum skoðunarstofum og rannsóknastofum sem fyrirtækin semdu sjálf beint við. Pétur sagði nauðsynlegt að ráðuneytin færu yfir lög og reglugerðir á sínu sviði og kölluðu á hagsmunaaðila til samráðs. Ákveðin markmið, tímamörk og skilgreindir áfangar væru forsenda árangurs.

Í erindi sínu nefndi Pétur nokkur dæmi um erfið samskipti, þrönga túlkun reglna og óhóflega gjaldtöku opinberra eftirlitsaðila. Hann sagði Samtök atvinnulífsins vera boðin og búin til að leggja það af mörkum sem þeim væri unnt til að ná þeim markmiðum sem forsætisráðherra hefur kynnt í ræðum sínum um einfaldara Ísland. "Samtökin styðja að sjálfsögðu að viðhaft sé eðlilegt eftirlit með atvinnustarfsemi, hollustuháttum, öryggi og eru heldur ekki að fara fram á afslátt af efnislegum kröfum. Hins vegar er brýnt að eftirlitið sé skilvirkt, samræmt og að það sé rekið á sem hagkvæmastan hátt þar sem byggt er í sem mestum mæli á innra eftirliti fyrirtækja annars vegar, og hins vegar eftir atvikum á utanaðkomandi eftirliti faggiltra skoðunarstofa í samkeppni, en með skýrar verklagsreglur viðkomandi ríkisstofnana til viðmiðunar."

Sjá erindi Péturs Reimarssonar.

Samtök atvinnulífsins