Efnahagsmál - 

17. Nóvember 2008

Mikilvægar upplýsingar Seðlabanka um greiðslur til Íslands

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Mikilvægar upplýsingar Seðlabanka um greiðslur til Íslands

Seðlabanki Íslands hefur uppfært leiðbeiningar um hvernig koma megi erlendum greiðslum til landsins í gegnum Seðlabankann. Þær er að finna á vef bankans en mikilvægt er að láta nafn og kennitölu viðtakanda á Íslandi fylgja með í skýringartexta þegar erlend greiðsla er send ásamt IBAN númeri innlends bankareiknings viðtakanda á Íslandi. Ef þetta er ekki gert skortir Seðlabankann upplýsingar til að koma greiðslunni til viðtakenda. Varast skal að nefna gömlu bankana á nafn í skýringartexta og notast eingöngu við IBAN númer innlendra bankareikninga á Íslandi.

Seðlabanki Íslands hefur uppfært leiðbeiningar um hvernig koma megi erlendum greiðslum til landsins í gegnum Seðlabankann. Þær er að finna á vef bankans en mikilvægt er að láta nafn og kennitölu viðtakanda á Íslandi fylgja með í skýringartexta þegar erlend greiðsla er send ásamt IBAN númeri innlends bankareiknings viðtakanda á Íslandi. Ef þetta er ekki gert skortir Seðlabankann upplýsingar til að koma greiðslunni til viðtakenda. Varast skal að nefna gömlu bankana á nafn í skýringartexta og notast eingöngu við IBAN númer innlendra bankareikninga á Íslandi.

Seðlabankinn segir að ef notuð eru greiðslufyrirmæli þar sem einungis er tekið fram nafn eins þriggja viðskiptabankanna og síðan upplýsingar um nafn og reikningsnúmer viðtakanda, geti það valdið því að greiðslan verði send inn á einhvern reikninga gömlu bankanna og muni að öllum líkindum festast þar. Seðlabanki Íslands bendir þeim á sem þegar hafa gert þetta og ekki fengið greiðslu að afturkalla hana og senda á ný í samræmi við greiðslufyrirmæli á vef bankans.

Í sumum tilvikum hefur reynst erfitt að sannfæra erlenda aðila um að senda greiðslur til innlendra aðila í gegnum Seðlabankann en hér að neðan má nálgast upplýsingar á ensku um ábyrgðaryfirlýsingu Seðlabanka Íslands um að greiðsla komist til réttra aðila og fyrirkomulag erlendrar greiðslumiðlunar.


Status of domestic payments

Payments to Icelandic banks - Central Bank guarantee

Fyrirspurnir má senda á sedlabanki@sedlabanki.is

Sjá nánar á vef Seðlabankans:

Upplýsingar um greiðslur til Íslands þegar þær fara um Seðlabanka Íslands

Greiðslufyrirmæli

Staða greiðslumiðlunar í landinu og milli landa

Samtök atvinnulífsins