02. nóvember 2023

Mikill samhljómur í kringum landið

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Mikill samhljómur í kringum landið

Hringferð SA hefur farið af stað af miklum krafti og hafa samtökin þegar komið víða við. Á fyrstu viku hringferðar heimsóttum við Selfoss, Reykjanesbæ, Egilsstaði og Ísafjörð. Á mánudag heimsóttum við svo Borgarnes og í gærmorgun var Reykjavíkurfundurinn vel sóttur á Hilton Reykjavík Nordica.

Opnu vinnufundirnir hafa verið vel sóttir og hefur mikill samhljómur verið á meðal gesta um þær áskoranir sem framundan eru og leiðirnar fram á við. Einhugur hefur verið um að aðilar vinnumarkaðarins eigi að semja til langs tíma og innan svigrúms með það að markmiði að verja kaupmátt. Þá telur fólk almennt mikilvægt að hið opinbera leiði ekki launaþróun eða setji atvinnulífinu of þröngar skorður með íþyngjandi regluverki. Enn fremur hafa þátttakendur á fundunum talið mikilvægt að almenningur og einstakir atvinnurekendur stuðli að upplýstri umræðu um samhengi launabreytinga og verðbólgu og að fræðsla um kaup, kjör og réttindi launafólks verði aukin.

Á föstudaginn er ferðinni heitið til Akureyrar og viku síðar verðum við í Vestmannaeyjum.

Svipmyndir úr hringferðinni:

Reykjavík | Borgarnes | Ísafjörður | Egilsstaðir | Reykjanesbær | Selfoss

Myndir: BIG

Samtök atvinnulífsins