Mikill meirihluti með frekari virkjunum

Á ráðstefnu Orkulindinni Ísland - sem SA, SI og Samorka héldu um gildi ál- og orkuframleiðslu á Íslandi - kynnti Þóra Ásgeirsdóttir, forstöðumaður viðhorfsrannsókna hjá IMG Gallup, niðurstöður könnunar Gallup á afstöðu til virkjana, áliðnaðar og umhverfismála, sem gerð var að beiðni Samtaka atvinnulífsins síðari hluta nóvember sl.

Meirihlutinn jákvæður í garð áliðnaðar

Í máli Þóru kom m.a. fram að 55% landsmanna eru jákvæð í garð þess áliðnaðar sem starfandi er í landinu, 21% eru neikvæð og 24% taka ekki afstöðu. Þá telja 36% aðspurðra að losun gróðurhúsalofttegunda sé vandamál hér á landi,en 52% telja að svo sé ekki. 12% taka ekki afstöðu.

Mikill meirihluti hlynntur frekari virkjunum

76% eru hlynnt aukinni virkjun gufuafls, 10% andvíg og 14% taka ekki afstöðu. 58% eru jákvæð í garð frekari uppbyggingar áliðnaðar sem byggir á gufuaflsorku, 26% neikvæð og 16% taka ekki afstöðu. 57% er hlynnt aukinni virkjun vatnsafls, 27% andvíg og 16% taka ekki afstöðu. 52% eru hlynnt frekari uppbyggingu áliðnaðar sem byggir á vatnsafli, 34% andvíg en 14% taka ekki afstöðu.

Fleiri með en móti frekari uppbyggingu áliðnaðar

48% eru hlynnt frekari uppbyggingu áliðnaðar, 37% andvíg og 15% taka ekki afstöðu.

Áður höfðu verið kynntar þær niðurstöður að mikill meirihluti telur að sætta megi sjónarmið virkjunar vatns- og gufuafls og umhverfisverndar, og að mikill meirihluti telur raforku- og álfyrirtæki standa sig vel í umhverfismálum.

Um könnunina

Könnunin var símakönnun IMG Gallup, framkvæmd á tímabilinu 16.-29. nóvember 2005. Endanlegt úrtak voru 1303, handahófsvalið af öllu landinu úr þjóðskrá. Fjöldi svarenda var 801, eða 61,5%.

Sjá glærur Þóru Ásgeirsdóttur.

Sjá könnunina í heild (pdf-skjal).