Mikil þátttaka í námskeiðum um starfsmannamál

Hátt á fjórða hundrað manns hafa þegar tekið þátt eða skráð sig á námskeið SA um starfsmannamál. Námskeiðin eru ætluð félagsmönnum og eru haldin bæði í Reykjavík og á landsbyggðinni, jafnt almenn námskeið um túlkun kjarasamninga sem námskeið um nýjungar og áherslur í starfsmannamálum. Sjá nánar um námskeiðin.