Vinnumarkaður - 

21. Júní 2002

Mikil þátttaka feðra í fæðingarorlofi

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Mikil þátttaka feðra í fæðingarorlofi

Árið 2001 voru umsóknir feðra um fæðingarorlof 80% af umsóknum mæðra. Hlutfallið er svipað á fyrsta þriðjungi árs 2002, eða 79%, en hægt er að taka út fæðingarorlof þar til barnið nær 18 mánaða aldri og því talsverð dreifing yfir árið. Samkvæmt lögum um fæðingarorlof er fæðingarorlof nú 8 mánuðir. Þar af skulu mæður taka þrjá mánuði, feður tvo og þrír mánuðir skiptast milli foreldra. Í byrjun komandi árs bætist þriðji mánuðurinn við fæðingarorlof feðra. Yfirleitt taka mæður mestallt sameiginlegt orlof, en í fyrra tóku feður að meðaltali 39 orlofsdaga, en mæður 185 daga. Þá voru 30 orlofsdagar að lágmarki merktir feðrum (eru nú 60, en verða 90 eftir áramót), 90 mæðrum og 90 sameiginlegir. Við þetta bætast dagar vegna tvíburafæðinga og veikinda. Foreldrar fá í orlofinu 80% af heildarlaunum árið fyrir barnsburð. Á liðnu ári voru meðalorlofsgreiðslur til mæðra 123 þúsund krónur á mánuðir, tæp 60% af greiðslum til karla, sem námu að meðaltali 212 þúsund krónum á mánuði.

Árið 2001 voru umsóknir feðra um fæðingarorlof 80% af umsóknum mæðra. Hlutfallið er svipað á fyrsta þriðjungi árs 2002, eða 79%, en hægt er að taka út fæðingarorlof þar til barnið nær 18 mánaða aldri og því talsverð dreifing yfir árið. Samkvæmt lögum um fæðingarorlof er fæðingarorlof nú 8 mánuðir. Þar af skulu mæður taka þrjá mánuði, feður tvo og þrír mánuðir skiptast milli foreldra. Í byrjun komandi árs bætist þriðji mánuðurinn við fæðingarorlof feðra. Yfirleitt taka mæður mestallt sameiginlegt orlof, en í fyrra tóku feður að meðaltali 39 orlofsdaga, en mæður 185 daga. Þá voru 30 orlofsdagar að lágmarki merktir feðrum (eru nú 60, en verða 90 eftir áramót), 90 mæðrum og 90 sameiginlegir. Við þetta bætast dagar vegna tvíburafæðinga og veikinda. Foreldrar fá í orlofinu 80% af heildarlaunum árið fyrir barnsburð. Á liðnu ári voru meðalorlofsgreiðslur til mæðra 123 þúsund krónur á mánuðir, tæp 60% af greiðslum til karla, sem námu að meðaltali 212 þúsund krónum á mánuði.

Kostnaður meiri en ráðgert var
Árið 2001 var heildarkostnaður við fæðingarorlof rúmir 2,8 milljarðar króna, en fram eftir árinu voru í raun tvö kerfi í gangi þar sem réttindi foreldra barna fæddra í árslok 2000 miðuðust við gamla kerfið. Á þessu ári er hins vegar líklegt að kostnaður við fæðingarorlof verði á bilinu 4,5-5 milljarðar króna (í fjárlagafrumvarpi var gert ráð fyrir að útgjöldin yrðu 4,5 milljarðar). Á næsta ári bætist einn mánuður við og má þá gera ráð fyrir að kostnaður nálgist 5,5 milljarða króna. Þess má geta að Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandið töldu í mati sínu á fæðingarorlofsfrumvarpinu, þegar það kom fram 2001, að kostnaður yrði 4,3 milljarðar á ári, en mat fjármálaráðuneytisins var að kostnaður yrði um hálfum milljarði minni. Var þar gert ráð fyrir að eftirlit myndi batna í nýju kerfi.

Samtök atvinnulífsins