Efnahagsmál - 

10. febrúar 2011

Mikil tækifæri í vetrarferðamennsku

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Mikil tækifæri í vetrarferðamennsku

Hægt væri að skapa 1.000 störf og auka gjaldeyristekjur um 10-15 milljarða með sérstöku markaðsátaki til að fjölga ferðamönnum til Íslands yfir vetrartímann. Með því að ráðast í sambærilegt markaðsátak og Inspired by Iceland væri hægt að fjölga ferðamönnum um 50.000 strax næsta vetur. Þetta kom m.a. fram í máli Birkis Hólm Guðnasonar, framkvæmdastjóra Icelandair, á fundi SA um atvinnuleiðina - sýn SA á leiðina út úr kreppunni. Birkir segir að að fjölgun vetrarferðamanna sé ódýrasta og fljótvirkasta leiðin til atvinnusköpunar en markaðssetning Íslands sem ferðamannalands yfir vetrartímann er einn af lykilþáttunum í atvinnuleið SA.

Hægt væri að skapa 1.000 störf og auka gjaldeyristekjur um 10-15 milljarða með sérstöku markaðsátaki til að fjölga ferðamönnum til Íslands yfir vetrartímann. Með því að ráðast í  sambærilegt markaðsátak og Inspired by Iceland væri hægt að fjölga ferðamönnum um 50.000 strax næsta vetur. Þetta kom m.a. fram í máli Birkis Hólm Guðnasonar, framkvæmdastjóra Icelandair, á fundi SA um atvinnuleiðina - sýn SA á leiðina út úr kreppunni. Birkir segir að að fjölgun vetrarferðamanna sé ódýrasta og fljótvirkasta leiðin til atvinnusköpunar en markaðssetning Íslands sem ferðamannalands yfir vetrartímann er einn af lykilþáttunum í atvinnuleið SA.

Glærukynningu Birkis má nálgast hér að neðan en Birkir segir langstærstu tækifærin í íslenskri ferðaþjónustu til framtíðar vera á tímabilinu frá september til maí.

Hann benti jafnframt á að ferðaþjónustan er einn af burðarásum íslensks atvinnulífs ásamt sjávarútvegi og áliðnaði. Árið 2009 voru 10.000 störf í ferðaþjónustu, 7.900 í sjávarútvegi og 1.400 í áliðnaði. Hlutfall ferðaþjónustunnar af vergri landsframleiðslu árið 2009 var 4,5%, í sjávarútvegi var hlutfallið 6,3% og í áliðnaði 3%. Birkir benti á að 20% gjaldeyristekna komi frá ferðaþjónustu, 24% frá áliðnaði og 27% frá sjávarútvegi. Þá sé heildarneysla ferðamanna með erlendum fargjaldatekjum 236 milljarðar og gjaldeyristekjur ferðamanna séu um 155 milljarðar á ári.

Fjallað var um erindi Birkis á mbl.is. m.a. um beinar aðgerðir til að fjölga hér ferðamönnum og einnig um það sem beri að varast, t.d. að skattleggja greinina um of þannig að ferðamönnum muni fækka í stað þess að fjölga.:

"Hann benti á ýmsar aðgerðir sem gætu greitt fyrir þessu átaki. Tekjur Keflavíkurflugvallar skv. gjaldskrá væru 1,7 milljarðar á ári. "Ég hugsa að þar af komi 1,4 milljarðar á tímabilinu apríl til október, þannig að ef yfirvöld ákveða t.d. að fella niður farþegaskatta yfir veturinn, þá myndum við geta aukið verulega ferðamannastraum til landsins," sagði hann.

Fram kom í máli hans að í dag kæmu fleiri ferðamenn til Finnlands yfir vetrartímann en sumartímann. Þarna væru mikil tækifæri til staðar en menn yrðu að gæta sín varðandi skattlagningu á greinina.

"Það er alveg klárt að þegar álögur eru lagðar á ferðamenn eða fyrirtæki í þessari grein þá hefur það áhrif á verð og eftirspurn. Verðteygnin, sérstaklega á markaðinum til Íslands, er nánast prósenta á móti prósentu. Ef verð hækkar um 10% þá fækkar ferðamönnum um sama hlutfall. Það þarf því að fara mjög varlega í allt slíkt," sagði Birkir Hólm." 

Sjá nánar:

Glærur Birkis Hólm Guðnasonar

Umfjöllun mbl.is

Samtök atvinnulífsins