Vinnumarkaður - 

30. janúar 2009

Mikil fjölgun örorkulífeyrisþega heldur áfram

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Mikil fjölgun örorkulífeyrisþega heldur áfram

Mikil fjölgun örorkulífeyrisþega á Íslandi hélt áfram á síðasta ári. Í árslok 2008 voru þeir sem fengið höfðu úrskurð um 75% örorku rúmlega 15.000 sem er rúmlega 8% af vinnafli í landinu. Í hópnum fjölgaði um 550 frá árinu áður. Skiptingin milli kynja er þannig að karlar eru 6.000 og konur 9.000 þannig að karlar eru 40% og konur 60%.

Mikil fjölgun örorkulífeyrisþega á Íslandi hélt áfram á síðasta ári. Í árslok 2008 voru þeir sem fengið höfðu úrskurð um 75% örorku rúmlega 15.000 sem er rúmlega 8% af vinnafli í landinu. Í hópnum fjölgaði um 550 frá árinu áður. Skiptingin milli kynja er þannig að karlar eru 6.000 og konur 9.000 þannig að karlar eru 40% og konur 60%.

Fjöldi örorkulífeyrisþega með 75% örorkumat
Smellið á myndina til að sjá stærri útgáfu!

  

Svokallað nýgengi örorku, þ.e. fjöldi nýrra örorkumatsúrskurða, á árinu 2008 var hins vegar töluvert meira en heildarfjölgun örorkulífeyrisþega. Nýgengi örorku var 1.301 einstaklingur árið 2008, þ.a. 564 karlar (43%) og 737 konur (57%). Þetta er nokkuð meiri fjölgun en síðustu ár en heldur minna en árið 2004. Að meðaltali hefur nýgengið verið um 1.250 manns frá árinu 2004.

Nýgengi örorku eftir kynjum
Smellið á myndina til að sjá stærri útgáfu! 


Á síðustu 6 mánuðum ársins 2008 voru 685 úrskurðir um 75% örorkumat en 616 á fyrri hluta ársins þannig að greina má nokkra aukningu eftir því sem leið á árið, en rannsóknir hafa sýnt samband á milli ástands á vinnumarkaði og nýgengi örorku.

Samtök atvinnulífsins