Vinnumarkaður - 

09. janúar 2003

Mikil aukning á viðbótarsparnaði árið 2002

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Mikil aukning á viðbótarsparnaði árið 2002

Kjarasamningur SA og ASÍ sem gerður var í desember 2001 festi helminginn af mótframlagi vinnuveitenda til lífeyrissparnaðar, þannig að frá 1. júlí 2002 fengu þeir launamenn sem ekki hafa tekið þátt í viðbótarlífeyris-sparnaði 1% framlag frá vinnuveitanda til ráðstöfunar í séreignarsjóð. Frá þessum tíma leggja því vinnuveitendur annað hvort 1% í séreignarsjóð, ef launamennirnir spara ekki sjálfir af eigin launum, eða 2,2-2,4% ef þeir spara 2% eða meira af eigin launum. 0,4% af framangreindum 2,4% er ríkisframlag, svonefnd tíund, sem vinnuveitendur hafa milligöngu um að veita inn á sparnaðarreikningana.

Kjarasamningur SA og ASÍ sem gerður var í desember 2001 festi helminginn af mótframlagi vinnuveitenda til lífeyrissparnaðar, þannig að frá 1. júlí 2002 fengu þeir launamenn sem ekki hafa tekið þátt í viðbótarlífeyris-sparnaði 1% framlag frá vinnuveitanda til ráðstöfunar í séreignarsjóð. Frá þessum tíma leggja því vinnuveitendur annað hvort 1% í séreignarsjóð, ef launamennirnir spara ekki sjálfir af eigin launum, eða 2,2-2,4% ef þeir spara 2% eða meira af eigin launum. 0,4% af framangreindum 2,4% er ríkisframlag, svonefnd tíund, sem vinnuveitendur hafa milligöngu um að veita inn á sparnaðarreikningana.

Vinnuveitendur greiða sem svarar 9% af launum í lífeyrissparnað
Gögn KRN sýna mikla aukningu viðbótarsparnaðar á samningstímabilinu. Þannig greiddu vinnuveitendur að meðaltali 6,8% af launum starfsmanna í lífeyrissjóði áður en samið var um viðbótarsparnaðinn vorið 2000. Í mars 2001 var þetta hlutfall orðið 7,6% og í mars 2002 var hlutfallið komið upp í 8,2%.  Frá þessari gríðarlegu aukningu lífeyrisframlaga vinnuveitenda var greint í fréttabréfinu Af vettvangi í nóvember sl. Ný úrvinnsla á gögnum KRN, þar sem septembermánuði 2002 er bætt við, leiðir í ljós mikla aukningu á framlögum vinnuveitenda til lífeyrissparnaðar. Niðurstöður fyrir septembermánuð 2002 sýna að framlög vinnuveitenda til lífeyrissparnaðar starfsmanna hafi numið 9,0% af launum að meðaltali.


 

Kostnaður langt umfram áætlanir
Við samningsgerðina í desember 2001 var kostnaður áætlaður 0,5% af launum af því að festa aðra prósentuna í viðbótar lífeyrissparnaðinum. Var sú forsenda reist á þeirri áætlun að helmingur launamanna tæki þátt í viðbótarsparnaði. Gögn KRN hafa síðan leitt í ljós að um nokkurt ofmat var að ræða þannig að í raun hefur kostnaður af breytingunni 1. júlí 2002 einni saman verið nokkuð minni, eða á bilinu 0,3-0,4% af launum að meðaltali. Hins vegar sýna gögn KRN að aukning framlaga vinnuveitenda til lífeyrismála á þessum sex mánuðum, frá mars 2002 til september 2002 er tvöfalt meiri en áætla má af breytingunni 1. júlí, eða 0,8%. Það bendir til mikillar aukningar á þátttöku í viðbótarlífeyrissparnaði á þessu tímabili. Hugsanlega hefur breytingin 1. júlí orðið þeim hvatning, sem enn höfðu ekki hafið eigin viðbótar lífeyrissparnað, til þess að hefja sparnað. Það er næsta líkleg tilgáta þar sem vinnuveitendur þurftu af þessu tilefni að inna þá starfsmenn sína, sem ekki voru þátttakendur í viðbótarlífeyrissparnaði, eftir því hvar þeir vildu koma sparnaðinum fyrir og það hefur hugsanlega orðið þeim umhugsunarefni og í kjölfarið tilefni til þess að leggja til hliðar af eigin launum.

Mestu breytingarnar hjá verkafólki
Ef starfsstéttin tæknar og sérmenntað starfsfólk er undanskilin eru lífeyrisframlögin orðin afar jafnt dreifð eftir starfsstéttum, eða á bilinu 8,2% - 8,7%, þegar horft er til stöðunnar í september 2002. Það kom raunar á óvart áður, þ.e. þegar gögnin fyrir mars 2002 voru skoðuð, hversu jöfn framlögin voru eftir starfsstéttum en nú kemur í ljós að enn minni munur er milli starfsstétta. Þetta stafar af mikilli aukningu framlaga vinnuveitenda til sparnaðar verkafólks, um 1,1%, iðnaðarmanna, um 0,8% og þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólks einnig um 0,8%. Þannig er ótvírætt að breytingin 1. júlí hafi hrundið af stað mestri hreyfingu á sparnaði þessara stétta af eigin launum.

Smellið á myndina

Hve margir spara sjálfir í séreign"text-align: left">Unnið var úr gögnunum með þeim hætti að framlög vinnuveitenda sem námu minna en 7,5% af launum töldust vera 1% framlag.  Framlög á bilinu 7,5-8,4% töldust vera 2% framlög og framlög sem voru 8,5% og hærri töldust meira en 2%. Megin niðurstaða þessarar áætlana er sú að í mars á síðasta ári fengu 45% aðeins 6% lágmarksframlag frá vinnuveitanda og þar af leiðandi fengu 55% launamanna  framlög umfram lágmark. Í september var lágmarksframlag vinnuveitenda orðið 7% og þá bar svo við að einungis 27% fengu þetta lágmark, og spöruðu þannig ekki sjálfir, og þar af leiðandi teljast 73%, eða nálega þrír af hverjum fjórum, hafa tekið þátt í viðbótar lífeyrissparnaði. Fjölgun þeirra sem fengu framlög frá vinnuveitendum umfram lágmark nam 18% (73% í september mínus 55% í mars).

Smellið á myndina

Athyglisvert er hversu mikil aukning er í hópi þeirra sem fá meira en 2% framlög til lífeyrissparnaðar frá vinnuveitanda. Það bendir til þess að hreyfingin sé í þá veru að launamenn nýti sér til fulls 4% skattfrádráttinn vegna séreignarsparnaðar. Þá benda þessi gögn til þess að eitthvað sé um það að launamenn semji við vinnuveitendur sína um frekari framlög í séreignarsjóði en kjarasamningarnir kveða á um. Það er raunar ekki nýtt af nálinni þar sem gögn KRN sýna m.a. að í mars 2000, þ.e. áður en ákvæði um viðbótar lífeyrissparnað voru tekin upp í kjarasamningum, þá voru allmörg dæmi um milliliðalausa samninga milli launamanna og vinnuveitenda þeirra um viðbótarframlög í lífeyrissjóði sem námu a.m.k. 2%.

Samtök atvinnulífsins