Vinnumarkaður - 

27. maí 2002

Mikið jafnræði í starfsmenntun á Íslandi

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Mikið jafnræði í starfsmenntun á Íslandi

Jafnræði vegna þátttöku í starfsmenntun er meira á Íslandi en í flestum öðrum löndum, bæði á milli ólíkra aldurshópa og á milli hópa með mismikla menntun. Alþjóðlegur samanburður á þátttöku í margvíslegu námi á fullorðinsárum sýnir að Ísland stendur að sumu leyti jafnfætis þeim sem best standa og jafnvel fremst í flokki í sumu tilliti. Þetta er niðurstaða rannsóknar Jóns Torfa Jónassonar og Jóhönnu Rósu Arnardóttur og svokallaðs NOMAD-verkefnis, þar sem norræn gögn voru unnin upp úr könnun á vegum OECD og Ísland var tengt inn í.

Jafnræði vegna þátttöku í starfsmenntun er meira á Íslandi en í flestum öðrum löndum, bæði á milli ólíkra aldurshópa og á milli hópa með mismikla menntun. Alþjóðlegur samanburður á þátttöku í margvíslegu námi á fullorðinsárum sýnir að Ísland stendur að sumu leyti jafnfætis þeim sem best standa og jafnvel fremst í flokki í sumu tilliti. Þetta er niðurstaða rannsóknar Jóns Torfa Jónassonar og Jóhönnu Rósu Arnardóttur og svokallaðs NOMAD-verkefnis, þar sem norræn gögn voru unnin upp úr könnun á vegum OECD og Ísland var tengt inn í.

Jafnræði með hæsta móti hérlendis
Samkvæmt henni taka Íslendingar virkan þátt í starfstengdu námi og eru í flokki með öðrum Norðurlöndum í fremstu röð. Í flestum löndum er talsverður munur á þátttöku ólíkra hópa, en jafnræði er meira á Íslandi en í flestum öðrum löndum. Þátttaka þeirra sem mesta menntun hafa er almennt miklu meiri en þeirra sem minnsta menntun hafa. Eins eru elstu aldurshóparnir óduglegri að sækja sér endurmenntun en þeir sem yngri eru. Í báðum tilvikum er munurinn hér á landi með því minnsta sem gerist.

Sjá nánar á heimasíðu Menntar.


 

Samtök atvinnulífsins