Efnahagsmál - 

03. Júní 2010

Mikið fé bundið í Seðlabankanum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Mikið fé bundið í Seðlabankanum

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að 200 milljarðar króna af innlánum viðskiptabanka og sparisjóða séu úr umferð meðan þær fjárhæðir liggi í Seðlabankanum. Atvinnulífið í landinu sé svelt um tugi milljarða vegna þessa. Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að 200 milljarðar króna af innlánum viðskiptabanka og sparisjóða séu úr umferð meðan þær fjárhæðir liggi í Seðlabankanum. Atvinnulífið í landinu sé svelt um tugi milljarða vegna þessa. Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV.

Í umfjöllun RÚV segir að vel yfir 200 milljarðar króna af fé almennings og fyrirtækja liggi í Seðlabankanum vegna þeirra háu vaxta sem Seðlabankinn veitir. Viðskiptabankarnir sjái fáa kosti til að ávaxta innistæður sínar og hafi því brugðið á það ráð síðustu misserin, að ávaxta innlánin sem almenningur geymir á reikningum sem bera lága vexti, í Seðlabankanum, þar sem veittir eru hærri vexti. Hagnaður viðskiptabanka og sparisjóða á síðasta ári sé að miklum hluta til kominn með þessum hætti.

Viljhjálmur Egilsson segir að lítil og meðalstór íslensk fyrirtæki hafi engan veginn bolmagn til þess að fá lán hjá bönkunum til framkvæmda. Fyrir hrun hafi þau hins vegar haft greiðan aðgang að innlendu og erlendu lánsfé á hagstæðum kjörum. "Nú er það lokað og þá er atvinnulífið ekki að fjárfesta vegna þess að fjármagnskostnaðurinn er hár." Vilhjálmur segir að þetta þurfi að laga þannig að einhver fari að þora að gera eitthvað, en allt sé stopp vegna hinna háu vaxta. 

Vilhjálmur segir engan annan kost í dag fyrir bankana en að leggja pening inn í Seðlabankann, þeir hagnist á því, en hann telji þó að bankarnir vilji heldur vera í þeirri aðstöðu að lána viðskiptavinum sínum peninga. Við eðlilegar aðstæður eigi  lítil og meðalstór fyrirtæki að geta fjárfest í atvinnulífinu fyrir tugi milljarða króna á hverju ári.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ HLUSTA Á FRÉTT RÚV 3. JÚNÍ 2010

Samtök atvinnulífsins