Efnahagsmál - 

17. janúar 2011

Mikið atvinnuleysi áhyggjuefni

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Mikið atvinnuleysi áhyggjuefni

Um áramótin voru 13.972 án atvinnu og fjöldi þeirra sem hefur verið án atvinnu í 6 mánuði eða lengur fer vaxandi. Nýjar tölur Vinnumálastofnunar um þróun atvinnuleysis eru ekki uppörvandi og ef ný hagvaxtarspá AGS gengur eftir verður hér áfram mikið atvinnuleysi og áframhaldandi stöðunun. AGS hefur nú lækkað hagvaxtarspá sína fyrir Ísland úr 3% í 2% fyrir 2011 og segir eitt helsta verkefni þjóðarinnar að ná niður atvinnuleysinu þar sem fólk án atvinnu muni búa áfram við kreppu. Samtök atvinnulífsins taka undir þessi orð AGS en lágmarkshagvöxtur á árunum 2011-2015 þarf að vera 3,5% að meðaltali til þess að núverandi þróun snúist við.

Um áramótin voru 13.972 án atvinnu og fjöldi þeirra sem hefur verið án atvinnu í 6 mánuði eða lengur fer vaxandi. Nýjar tölur Vinnumálastofnunar um þróun atvinnuleysis eru ekki uppörvandi og ef ný hagvaxtarspá AGS gengur eftir verður hér áfram mikið atvinnuleysi og áframhaldandi stöðunun. AGS hefur nú lækkað hagvaxtarspá sína fyrir Ísland úr 3% í 2% fyrir 2011 og segir eitt helsta verkefni þjóðarinnar að ná niður atvinnuleysinu þar sem fólk án atvinnu muni búa áfram við kreppu. Samtök atvinnulífsins taka undir þessi orð AGS en lágmarkshagvöxtur á árunum 2011-2015 þarf að vera 3,5% að meðaltali til þess að núverandi þróun snúist við.

Samtök atvinnulífsins lögðu fram ítarlega aðgerðaáætlun í febrúar 2010 um uppbyggingu atvinnulífsins ( Atvinna fyrir alla)  en meginmarkmið áætlunarinnar er að útrýma atvinnuleysi og tryggja að ný störf verði fyrir þá sem koma út á vinnumarkaðinn á næstu árum. Ef ekki tekst að koma fjárfestingu í atvinnulífinu í gang á nýjan leik er hins vegar viðbúið að atvinnuleysi verði áfram mikið hér á landi og lífskjör versni enn frekar.

Samtök atvinnulífsins vilja því láta á það reyna hvort ekki megi ná samstöðu aðila á vinnumarkaði og stjórnvalda um nýja atvinnusókn og bætt lífskjör. Æskilegasta markmiðið er 5% árlegur hagvöxtur að meðaltali 2011-2015. Þá endurheimtast lífskjör, atvinnuleysi hverfur og ríkisskuldir fara að greiðast niður.

Tengt efni:

Skýrsla Vinnumálastofnunar um atvinnuleysi - 14. janúar 2011

Skýrsla AGS vegna 4. endurskoðunar efnahagsáætlunar Íslands (PDF)

Viðtal við formann sendinefndar AGS á Íslandi í sjónvarpsfréttum RÚV 14. janúar 2011

Aðgerðaáætlun SA: Atvinna fyrir alla (PDF)

Samtök atvinnulífsins