Efnahagsmál - 

28. Mars 2011

Metnaðarlítil áætlun um afnám gjaldeyrishafta

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Metnaðarlítil áætlun um afnám gjaldeyrishafta

"Þessi metnaðarlitla áætlun slær mig illa. Gjaldeyrishöftin eru skaðleg nútímafyrirtækjum og svo lengi sem þau gilda eru starfsskilyrði atvinnulífsins lík því sem var fyrir fjöldamörgum árum," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í samtali við Morgunblaðið. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði á föstudag að stefnt væri að því að afnema gjaldeyrishöft árið 2015. Ráðherrann mun leggja fram tillögu á Alþingi í næstu viku til þess að fá heimild til að fá að framlengja höftin til 2015.

"Þessi metnaðarlitla áætlun slær mig illa. Gjaldeyrishöftin eru skaðleg nútímafyrirtækjum og svo lengi sem þau gilda eru starfsskilyrði atvinnulífsins lík því sem var fyrir fjöldamörgum árum," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í samtali við Morgunblaðið. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði á föstudag að stefnt væri að því að afnema gjaldeyrishöft árið 2015. Ráðherrann mun leggja fram tillögu á Alþingi í næstu viku til þess að fá heimild til að fá að framlengja höftin til 2015.

"Afnám gjaldeyrishafta væri yfirlýsing um að stjórnvöld hefðu trú á hagkerfinu og íslensku hagkerfi en að höftin vari lengur vitnar um hið gagnstæða - enda eru afleiðingarnar meðal annars þær að við fáum ekki erlent fjármagn inn í landið sem skiptir svo miklu í dag. Það er afar brýnt að afnema gjaldeyrishöftin og það ætti að gerast mun hraðar en ætlunin er. Fimm ár eru alltof langur tími, " segir Vilhjálmur í Morgunblaðinu í dag.

Fréttastofa Stöðvar 2 ræddi einnig við Vilhjálm á laugardaginn um málið. Þar sagði hann að afnema ætti gjaldeyrishöftin mun hraðar en á fimm árum - 2012 ættu þau að vera liðin tíð.

Sjá nánar:

 Frétt Stöðvar 2 laugardaginn 26. mars 2011

Samtök atvinnulífsins