Efnahagsmál - 

17. nóvember 2010

Mestar kjarabætur fást með aukinni atvinnu

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Mestar kjarabætur fást með aukinni atvinnu

Til að bæta kjör fólks á íslenskum vinnumarkaði skiptir langmestu máli að fólk fái aukna vinnu. Þetta segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Raunhæfustu kjarabæturnar felist í að atvinnulaust fólk fái vinnu og að fyrirtæki sem hafi þurft að draga saman seglin, lækka laun og bjóða upp á hlutastörf að einhverju leyti auki umsvifin á nýjan leik. Aukin atvinna sé lykillinn að því að ná Íslandi í gang á nýjan leik og bæta hag almennings.

Til að bæta kjör fólks á íslenskum vinnumarkaði skiptir langmestu máli að fólk fái aukna vinnu. Þetta segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Raunhæfustu kjarabæturnar felist í að atvinnulaust fólk fái vinnu og að fyrirtæki sem hafi þurft að draga saman seglin, lækka laun og bjóða upp á hlutastörf að einhverju leyti auki umsvifin á nýjan leik. Aukin atvinna sé lykillinn að því að ná Íslandi í gang á nýjan leik og bæta hag almennings.

Rætt var við Vilhjálm í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni um komandi kjarasamninga og afstöðu atvinnulífsins til þeirra. SA hafa lagt áherslu á að allir hópar fái sambærilega og hóflega prósentuhækkun launa í næstu kjarasamningum og nýtur sú stefna afgerandi stuðnings meðal fyrirtækja. Grunnhugsunin er sú að allir aðilar vinnumarkaðarins ákveði að fara sameiginlega í þennan leiðangur. Leiðarljósið verði að kjarasamningar allra hópa leiði til sambærilegra og hóflegra launahækkana og hafi sama upphafspunkt og sama endapunkt. Kjarasamningarnir verði gerðir til a.m.k. þriggja ára til þess að skapa grundvöll fyrir stöðugleika í launamálum og vinnufrið.

Starf Samtaka atvinnulífsins á næstu mánuðum mun miðast við að gera kjarasamninga sem skapa skilyrði til að atvinnulífið komist upp úr kreppunni og nái fyrri styrk. Vilhjálmur segir Samtök atvinnulífsins vilja fara leið sem skili fólki raunverulegum kjarabótum og bættum lífskjörum en ekki leið óðaverðbólgu og atvinnuleysis.

Samtök atvinnulífsins kynntu í upphafi árs ítarlega aðgerðaáætlun um uppbyggingu atvinnulífsins sem miðar að því að útrýma atvinnuleysi og tryggja að ný störf verði til fyrir þá sem koma út á vinnumarkaðinn á næstu árum. Áætlunina má nálgast hér að neðan.

Smellið hér til að hlusta á viðtalið við Vihjálm

Tengt efni:

Leiðari Vilhjálms Egilssonar í fréttabréfi SA í nóvember

Fyrirtækin eru sammála um stefnu í kjaramálum

ATVINNA FYRIR ALLA: Aðgerðaráætlun SA um uppbyggingu atvinnulífsins (PDF)

Atvinna fyrir alla - mynd hægr

Samtök atvinnulífsins