Vinnumarkaður - 

24. október 2012

Mest jafnrétti á Íslandi

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Mest jafnrétti á Íslandi

Ísland er í efsta sæti, fjórða árið í röð, í árlegri úttekt Alþjóða efnahagsráðsins, WEF, á stöðu jafnræðis karla og kvenna í heiminum. Frá þessu var greint í morgunfréttum RÚV. Norðurlöndin raða sér í efstu sætin líkt og áður. Finnland er í öðru sæti, Noregur í því þriðja og svo fylgja Svíþjóð, Írland, Nýja Sjáland og Danmörk. Tsjad, Pakistan og Jemen eru í þremur neðstu sætunum.

Ísland er í efsta sæti, fjórða árið í röð, í árlegri úttekt Alþjóða efnahagsráðsins, WEF, á stöðu jafnræðis karla og kvenna í heiminum. Frá þessu var greint í morgunfréttum RÚV. Norðurlöndin raða sér í efstu sætin líkt og áður. Finnland er í öðru sæti, Noregur í því þriðja og svo fylgja Svíþjóð, Írland, Nýja Sjáland og Danmörk. Tsjad, Pakistan og Jemen eru í þremur neðstu sætunum.

Í frétt RÚV kemur fram að úttektin tekur til 135 ríkja eða þorra jarðarbúa og kynjamunurinn kannaður á fjórum sviðum, það er á sviði fjármála, svo sem launamunar og þátttöku á vinnumarkaði; á sviði menntamála; á sviði stjórnamálaþátttöku og á sviði heilbrigðismála.

Samtök atvinnulífsins hafa á undanförnum árum hvatt reglulega til þess að fjölbreytni verði aukin í forystusveit atvinnulífsins. SA hafa fjölgað konum verulega í þeim lífeyrissjóðum sem samtökin skipa stjórnarmenn í og jafnað þar með kynjahlutföllin á þeim vettvangi auk þess að taka þátt í gerð jafnlaunastaðals sem styttist í að verði að veruleika. Jafnlaunastaðlinum er ætlað að hjálpa fyrirtækjum og stofnunum að tryggja að konum og körlum séu greidd sömu laun fyrir sambærileg störf.

Hægt er að horfa á stutta kyningu Saadia Zahidi frá WEF hér að neðan á helstu niðurstöðum WEF en hún leggur áherslu á að með því að nýta krafta beggja kynja auki þjóðir samkeppnishæfni sína. Að því marki þurfi stjórnvöld og atvinnulífið að vinna saman að. Þróun efnahagsmála á undanförnum árum á Íslandi hefur hins vegar orðið til þess að samkeppnishæfni Íslands almennt hefur versnað en mikilvægt er að snúa þeirri þróun við.

Sjá nánar:

Frétt RÚV 24.10. 2012

Úttekt World Economic Forum á jafnrétti í heiminum

Af vef SA: Fleiri konur í stjórnir fyrirtækja

Kynning Saadia Zahidi - smelltu til að horfa

Smelltu til að horfa!

Samtök atvinnulífsins