Efnahagsmál - 

11. september 2008

Menntun og nýsköpun forsenda öflugs mannlífs

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Menntun og nýsköpun forsenda öflugs mannlífs

Áhersla á menntun og nýsköpun er ein af grundvallarforsendum þess að hægt verði að snúa við þeirri þróun sem landsbyggðin hefur þurft að glíma við í atvinnu- og byggðarmálum. Þetta er mat Ólafs Sigmarssonar, framkvæmdastjóra hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, en KS hefur með margvíslegum hætti unnið að uppbyggingu atvinnulífs í Skagafirði ásamt því að styðja við nýsköpunarverkefni. KS veltir um 14,2 milljörðum króna á ári og hjá því starfa um 600 manns.

Áhersla á menntun og nýsköpun er ein af grundvallarforsendum þess að hægt verði að snúa við þeirri þróun sem landsbyggðin hefur þurft að glíma við í atvinnu- og byggðarmálum. Þetta er mat Ólafs Sigmarssonar, framkvæmdastjóra hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, en KS hefur með margvíslegum hætti unnið að uppbyggingu atvinnulífs í Skagafirði ásamt því að styðja við nýsköpunarverkefni. KS veltir um 14,2 milljörðum króna á ári og hjá því starfa um 600 manns. 

Ólafur Sigmarsson

Atvinnulífið traustur bakhjarl skóla

Ólafur flutti erindi á Hugmyndaþingi SA á Hofsósi en í máli hans kom fram að í Skagafirði er mjög góður aðgangur að skólum, allt frá leikskólum að Háskólanum á Hólum. KS hefur stutt við uppbyggingu háskólans og tekur virkan þátt í Vísindagörðum ehf. á Sauðárkróki. Það er einnig stuðningsaðili Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra (FNV) og fjármagnar m.a. tækjakaup fyrir skólann ásamt öðrum. Fyrirtæki á svæðinu hafa einnig sameinast um stofnun stuðningsfélags við FNV sem ætlað er að hjálpa til við stækkun verknámshúss skólans til að efla hann og auka sérstöðu. Ólafur sagði jafnframt frá sérstökum sáttmála um styrktarsjóð menntamála í héraðinu sem ætlaður er til þróunar og tækjakaupa í skólasamfélaginu. Kaupfélagið og sveitarfélögin hafa lagt um 100 milljónir króna til sjóðsins sem hefur hlotið gríðargóðar undirtektir skólasamfélagsins.

Vesturfarasetrið á Hofsósi
Spennandi nýsköpun á teikniborðinu

Það er ljóst að það er margt spennandi í deiglunni í skagfirsku atvinnulífi, m.a. er verið að kanna möguleika á að reisa koltrefjaverksmiðju í Skagafirði en hún kallar á um 5 milljarða króna fjárfestingu og skapar um 50 störf verði hún að veruleika.

Sjá nánar:

Glærur Ólafs Sigmarssonar

Samtök atvinnulífsins