Efnahagsmál - 

12. október 2005

Menntun og aftur menntun

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Menntun og aftur menntun

Í vaxandi alþjóðlegri samkeppni verða samkeppnishæf almenn starfsskilyrði fyrir atvinnulífið stöðugt mikilvægari. Þá verða menntun og aftur menntun ásamt með ræktun frumkvöðlaanda lykilatriði í áframhaldandi árangri. Þetta kom fram í erindi Ara Edwald, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, á fundi Félags viðskipta- og hagfræðinga um hræringar á vinnumarkaði.

Í vaxandi alþjóðlegri samkeppni verða samkeppnishæf almenn starfsskilyrði fyrir atvinnulífið stöðugt mikilvægari. Þá verða menntun og aftur menntun ásamt með ræktun frumkvöðlaanda lykilatriði í áframhaldandi árangri. Þetta kom fram í erindi Ara Edwald, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, á fundi Félags viðskipta- og hagfræðinga um hræringar á vinnumarkaði.

Á fundinum fjallaði Ari um Ísland og alþjóðlegan vinnumarkað. Hann fjallaði m.a. um kosti fríverslunar og alþjóðlegrar samkeppni og benti á að alþjóðleg samkeppni og svokölluð alþjóðavæðing atvinnulífsins birtist okkur ekki einungis þannig að erlent starfsfólk réðist til starfa hér á landi. Þannig gæti starfsemi einnig flust úr landi og þá ekki bara einföld framleiðslustörf heldur væru hvers konar sérfræðiþekking, stjórnun, fjármögnun og sköpun jafnframt undir, t.d. forritun og auglýsingagerð. Allir vilja hins vegar að bestu störfin verði hjá sér, þau sem skapa mesta virðisaukann. Þá fjallaði Ari um villugötur útlendingaumræðunnar hér á landi og það hvernig árangur Íslendinga hefur vakið athygli erlendis.

Sjá glærur Ara hér.

Samtök atvinnulífsins