Menntatorg opnað föstudaginn 6. mars

Nám utan formlega skólakerfisins og ýmis úrræði fyrir atvinnulausa verða kynnt á Menntatorginu síðdegis föstudaginn 6. mars í Skeifunni 8, Reykjavík. Menntatorg er nú opnað í fyrsta skipti.

Atvinnuleysi hefur aukist einna mest hjá þeim sem hafa stutta skólagöngu en á Menntatorginu munu fjölmargir fræðsluaðilar kynna fjölbreytt úrræði  sem standa þessum hópi til boða.

Boðið verður upp fjölbreytta dagskrá; upplýsingar um margs konar nám og tækifæri, örnámskeið, viðtöl hjá náms- og starfsráðgjöfum auk þess sem Vinnumálstofnun segir frá þjónustu sem hún veitir. Allir sem hafa áhuga á að kynna sér hvað er í boði eru velkomnir á torgið.

Sjá nánar auglýsingu á vef Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (PDF)