Vinnumarkaður - 

04. september 2002

Meirihluti launamunar skýrður

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Meirihluti launamunar skýrður

Jafnréttisráð og Nefnd um efnahagsleg völd kvenna hafa gert könnun á launamun kynjanna, þar sem gögn úr þjóðskrá um fjölskylduaðstæður voru lesin saman við tölur Kjararannsóknarnefndar um kaup og kjör. Föst dagvinnulaun karla í gagnasafni Kjararannsóknarnefndar voru 179 þúsund krónur að jafnaði í febrúar 2001, en laun kvenna voru 124 þúsund krónur. Laun kvenna voru því 70% af launum karla. Skýra má tvo þriðju til þrjá fjórðu munarins með ólíkum starfsvettvangi, starfi, menntun og ráðningarfyrirkomulagi kynjanna. Það sem eftir stendur (7½-11% launamunur) stafar af því að hjónaband, barneignir og fleira hefur önnur áhrif á laun kvenna en karla, að því er fram kemur í niðurstöðum könnunarinnar.

Jafnréttisráð og Nefnd um efnahagsleg völd kvenna hafa gert könnun á launamun kynjanna, þar sem gögn úr þjóðskrá um fjölskylduaðstæður voru lesin saman við tölur Kjararannsóknarnefndar um kaup og kjör. Föst dagvinnulaun karla í gagnasafni Kjararannsóknarnefndar voru 179 þúsund krónur að jafnaði í febrúar 2001, en laun kvenna voru 124 þúsund krónur. Laun kvenna voru því 70% af launum karla. Skýra má tvo þriðju til þrjá fjórðu munarins með ólíkum starfsvettvangi, starfi, menntun og ráðningarfyrirkomulagi kynjanna. Það sem eftir stendur (7½-11% launamunur) stafar af því að hjónaband, barneignir og fleira hefur önnur áhrif á laun kvenna en karla, að því er fram kemur í niðurstöðum könnunarinnar.

Vantar sum gögn
Hafa ber í huga að upplýsingar vantar um samanlagða starfsreynslu á vinnumarkaði og gögn um menntun eru mjög ófullkomin. Í föstum launum eru auk dagvinnulauna aukagreiðslur, til dæmis bónus, matar- og verkfærapeningar. Hlutastörf eru blásin upp í fullt starf. Allir vega jafnt í könnuninni, hvort sem þeir vinna stutt eða lengi. Könnunin nær yfir allan vinnumarkaðinn nema banka, ríki og Reykjavíkurborg. Gögn úr Þjóðskrá um fjölskylduaðstæður voru lesin saman við tölur Kjararannsóknarnefndar um kaup og kjör. Nýttust upplýsingar um 16.500 manns, 7.000 karla og 9.500 konur. Jafnréttisráð og Nefnd um efnahagsleg völd kvenna stóðu fyrir könnuninni, en unnið var úr gögnunum hjá Samtökum atvinnulífsins.

Sjá nánari niðurstöður könnunarinnar (pdf-skjal).

Samtök atvinnulífsins