Efnahagsmál - 

08. nóvember 2001

Meiri gæði á einkareknum heilsugæslustöðvum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Meiri gæði á einkareknum heilsugæslustöðvum

Samkvæmt nýrri sænskri rannsókn eru sjúklingar sem sækja einkareknar heilsugæslustöðvar ánægðari með þjónustuna og aðgengi að læknum en sjúklingar sem sækja stöðvar í opinberum rekstri. Fyrirtækið Eureka Marknadsfakta gerði rannsóknina fyrir sænsku samtök atvinnulífsins og er hún byggð á viðtölum við 1000 sjúklinga, hvar af 500 sóttu einkareknar heilsugæslustöðvar og 500 sóttu stöðvar í opinberum rekstri.

Samkvæmt nýrri sænskri rannsókn eru sjúklingar sem sækja einkareknar heilsugæslustöðvar ánægðari með þjónustuna og aðgengi að læknum en sjúklingar sem sækja stöðvar í opinberum rekstri. Fyrirtækið Eureka Marknadsfakta gerði rannsóknina fyrir sænsku samtök atvinnulífsins og er hún byggð á viðtölum við 1000 sjúklinga, hvar af 500 sóttu einkareknar heilsugæslustöðvar og 500 sóttu stöðvar í opinberum rekstri.

Athygli vekur að um 70% sjúklinganna hjá einkareknu heilsugæslustöðvunum voru sér ómeðvitaðir um rekstrarformið, sem eykur trúverðuleika niðurstaðnanna að mati sænsku samtaka atvinnulífsins. Þá hefur samkeppnin við einkareknar stöðvar jákvæð áhrif á gæði þjónustunnar hjá þeim sem eru í opinberum rekstri, að mati læknis á einkarekinni stöð.

Sjá nánar á heimasíðu sænsku samtaka atvinnulífsins.

Samtök atvinnulífsins