Vinnumarkaður - 

26. febrúar 2015

Með tromp á hendi frá VIRK

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Með tromp á hendi frá VIRK

Fólk sem lokið hefur starfsendurhæfingu er dýrmætt fyrir atvinnulífið því kraftar þess nýtast vel á vinnumarkaði. Óvænt áföll vegna veikinda eða slysa setja oft strik í reikninginn þar sem lífið snýst jafnvel á hvolf á einni svipstundu. VIRK starfsendurhæfingarsjóður hjálpar fólki að bæta líf sitt, nýta styrkleika sína og komast út á vinnumarkaðinn á ný. Þessa dagana deila sex einstaklingar sem hafa nýtt sér þjónustu VIRK áhrifaríkum reynslusögum sínum með þjóðinni í viðtölum á vefnum og í auglýsingum. VIRK eflir fólk og atvinnurekendur eru því með tromp á hendi þegar þeir ráða einstaklinga sem hafa lokið starfsendurhæfingu á vegum VIRK.

Fólk sem lokið hefur starfsendurhæfingu er dýrmætt fyrir atvinnulífið því kraftar þess nýtast vel á vinnumarkaði. Óvænt áföll vegna veikinda eða slysa setja oft strik í reikninginn þar sem lífið snýst jafnvel á hvolf á einni svipstundu. VIRK starfsendurhæfingarsjóður hjálpar fólki að bæta líf sitt, nýta styrkleika sína og komast út á vinnumarkaðinn á ný. Þessa dagana deila sex einstaklingar sem hafa nýtt sér þjónustu VIRK áhrifaríkum reynslusögum sínum með þjóðinni í viðtölum á vefnum og í auglýsingum. VIRK eflir fólk og atvinnurekendur eru því með tromp á hendi þegar þeir ráða einstaklinga sem hafa lokið starfsendurhæfingu á vegum VIRK.

Viðtölin og frekari upplýsingar má finna á vefsíðu VIRK.

 

Samtök atvinnulífsins