Efnahagsmál - 

13. Mars 2009

Matvælalöggjöf ESB verði innleidd á Íslandi

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Matvælalöggjöf ESB verði innleidd á Íslandi

Mikilvægt er að Alþingi samþykki að innleiða matvælalöggjöf Evrópusambandsins áður en það lýkur störfum á næstu vikum þar sem miklir viðskiptahagsmunir þjóðarinnar eru í húfi. Matvælalöggjöfin felur í sér að sömu reglur gilda um sjávarafurðir, búfjárafurðir og önnur matvæli. Þetta tryggir jafna samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu gagnvart framleiðslu á EES svæðinu. Sérstaklega er þetta mikilvægt fyrir sjávarafurðir en afleiðingar þess að taka ekki upp löggjöfina geta leitt til þess að aðgangur íslenskra sjávarafurða að mörkuðum innan ESB verði takmarkaður.

Mikilvægt er að Alþingi samþykki að innleiða matvælalöggjöf Evrópusambandsins áður en það lýkur störfum á næstu vikum þar sem miklir viðskiptahagsmunir þjóðarinnar eru í húfi. Matvælalöggjöfin felur í sér að sömu reglur gilda um sjávarafurðir, búfjárafurðir og önnur matvæli. Þetta tryggir jafna samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu gagnvart framleiðslu á EES svæðinu. Sérstaklega er þetta mikilvægt fyrir sjávarafurðir en afleiðingar þess að taka ekki upp löggjöfina geta leitt til þess að aðgangur íslenskra sjávarafurða að mörkuðum innan ESB verði takmarkaður.

Verði matvælalöggjöfin ekki innleidd á Íslandi skapast hætta á að Ísland verði flokkað sem svokallað þriðja ríki gagnvart ESB eða einstökum aðildarríkjum þess. Íslenskar afurðir yrðu þá að fara í gegnum sérstakar landamærastöðvar og því fylgir gríðarlegur kostnaður, aukið eftirlit og sýnataka. Útflutningur til ríkja ESB myndi jafnframt taka mun meiri tíma en í dag og myndi það bitna verst á ferskum afurðum.

Samtök atvinnulífsins, Landssamband íslenskra útvegsmanna ásamt Samtökum fiskvinnslustöðva hafa skilað umsögn um frumvarpið til Alþingis sem má nálgast hér að neðan.

Umsögn SA, LÍÚ og SF

Samtök atvinnulífsins