Markmiðin að nást
"Það stendur upp úr að við erum að ná þessum markmiðum sem við settum okkur með samkomulagi í desember," segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA, í samtali við Vísi.is eftir fund með ASÍ og stjórnvöldum um hið svonefnda rauða strik.
Í samtali við fréttavefinn segir Ari það til marks um að markmiðin
séu að nást að Þjóðhagsstofnun spáir 2,6% verðbólgu frá upphafi til
loka ársins. "Það herðir okkur í þeirri trú og vissu um hve
mikilvægt það er að við náum markmiðunum í maí. Það er lítið sem
stendur eftir af því svigrúmi sem þar er. Þess vegna er mjög
mikilvægt að allir aðilar sem hafa áhrif á verðlag styðji við bakið
á þessum markmiðum," segir Ari. Aðspurður segir hann lítið
svigrúm til einhverra sértækra aðgerða núna en leggur áherslu á
mikilvægi þess að þessi meðvitund nái til allra þeirra er komi að
ákvörðunum um almenna verðlagsþróun. Þá segir Ari deilu
sjúkraþjálfara hafa sett strik í reikninginn og vonast hann til að
það breytist. Loks segir Ari breytingar í umhverfi
grænmetisverslunar líklegar til að skila meiru en menn höfðu trú á
áður.
Sjá
frétt á Vísi.is.