Efnahagsmál - 

21. mars 2002

Markmiðin að nást

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Markmiðin að nást

"Það stendur upp úr að við erum að ná þessum markmiðum sem við settum okkur með samkomulagi í desember," segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA, í samtali við Vísi.is eftir fund með ASÍ og stjórnvöldum um hið svonefnda rauða strik.

"Það stendur upp úr að við erum að ná þessum markmiðum sem við settum okkur með samkomulagi í desember," segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA, í samtali við Vísi.is eftir fund með ASÍ og stjórnvöldum um hið svonefnda rauða strik.

 
Í samtali við fréttavefinn segir Ari það til marks um að markmiðin séu að nást að Þjóðhagsstofnun spáir 2,6% verðbólgu frá upphafi til loka ársins. "Það herðir okkur í þeirri trú og vissu um hve mikilvægt það er að við náum markmiðunum í maí. Það er lítið sem stendur eftir af því svigrúmi sem þar er. Þess vegna er mjög mikilvægt að allir aðilar sem hafa áhrif á verðlag styðji við bakið á þessum markmiðum," segir Ari. Aðspurður segir hann lítið svigrúm til einhverra sértækra aðgerða núna en leggur áherslu á mikilvægi þess að þessi meðvitund nái til allra þeirra er komi að ákvörðunum um almenna verðlagsþróun. Þá segir Ari deilu sjúkraþjálfara hafa sett strik í reikninginn og vonast hann til að það breytist. Loks segir Ari breytingar í umhverfi grænmetisverslunar líklegar til að skila meiru en menn höfðu trú á áður.


Sjá frétt á Vísi.is.

Samtök atvinnulífsins