Efnahagsmál - 

27. Ágúst 2008

Markar vonandi endann á hækkunum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Markar vonandi endann á hækkunum

Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir í samtali við mbl.is hækkun vísitölu neysluverðs fyrirséða en að vonandi sé þar jafnframt hápunktinum náð. "Þetta var alveg viðbúið og heldur undir því sem menn höfðu búist við vegna veikingar gengis krónunnar og þeirra matvælaverðshækkana sem átt hafa sér stað í heiminum og síðan lok útsalna," segir Hannes. "Það er þó vonandi að þetta marki endann á þessum háu mánaðarlegu tölum, að þetta fari hjaðnandi með haustinu og við verðum fljótlega komin niður á viðráðanlegra verðbólgustig."

Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir í samtali við mbl.is hækkun vísitölu neysluverðs fyrirséða en að vonandi sé þar jafnframt hápunktinum náð. "Þetta var alveg viðbúið og heldur undir því sem menn höfðu búist við vegna veikingar gengis krónunnar og þeirra matvælaverðshækkana sem átt hafa sér stað í heiminum og síðan lok útsalna," segir Hannes. "Það er þó vonandi að þetta marki endann á þessum háu mánaðarlegu tölum, að þetta fari hjaðnandi með haustinu og við verðum fljótlega komin niður á viðráðanlegra verðbólgustig."

Ennfremur segir Hannes: "Það er ljóst að það hefur reynt rosalega á gengi krónunnar, að hafa fallið niður um 30% fyrr á árinu og svo sem ekki við öðru að búast þegar litið er á það að 40% af verðlaginu er af erlendum toga beint og óbeint."

Sjá nánar:

Frétt mbl.is

Samtök atvinnulífsins