Efnahagsmál - 

23. september 2011

Már Guðmundsson: Lausafjárvandi en ekki greiðsluvandi í Evrópu

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Már Guðmundsson: Lausafjárvandi en ekki greiðsluvandi í Evrópu

Már Guðmundsson seðlabankastjóri, tók þátt í umræðum um hagvaxtarhorfur í Evrópu á fundi Samtaka atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins sem fram fór föstudaginn 16. september sl. á Hótel Nordica. Már fór vel yfir þá flóknu stöðu sem þjóðir Evrópu standa frammi fyrir en hann sagði það sitt mat að vandinn á evrópska bankamarkaðnum sé fyrst og fremst lausafjárvandi sem felist einkum í skorti á dollurum.

Már Guðmundsson seðlabankastjóri, tók þátt í umræðum um hagvaxtarhorfur í Evrópu á fundi Samtaka atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins sem fram fór föstudaginn 16. september sl. á Hótel Nordica. Már fór vel yfir þá flóknu stöðu sem þjóðir Evrópu standa frammi fyrir en hann sagði það sitt mat að vandinn á evrópska bankamarkaðnum sé fyrst og fremst lausafjárvandi sem felist einkum í skorti á dollurum.

Í umfjöllun á mbl.is efir fundinn var haft eftir Má að hægt sé að leysa þennan vanda og helstu seðlabankar heims hafi stigið skref í þá átt með tilkynningu um ótakmarkaðu aðgengi evrópskra banka að dollurum fram til ársloka.

Auk Más tóku þátt í umræðunum Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris og stjórnarformaður Marels, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður og Philippe de Buck, framkvæmdastjóri BUSINESSEUROPE sem flutti opnunarerindi á fundi SA og SI.

Frá fundi SA og SI

Már sagði það sitt mat að sá vandi sem við er að glíma í Evrópu nú sé krísa evru-svæðisins en ekki evrunnar sem slíkrar en ljóst væri að bregðast þyrfti við af festu.

Frá fundi SA og SI

Tengt efni:

Ræða Philippe de Buck á fundi SA og SI 16. september 2011

Fleiri fréttir af fundi SA og SI:

Árni Oddur: Ísland verði hluti af stóru myntbandalagi

Framkvæmdastjóri BUSINESSEUROPE: Ísland velkomið í ESB

Nýsköpun lykillinn að öflugum hagvexti og bættum lífskjörum

Evran staðið fyrir sínu og verður ekki kennt um kreppuna

Framkvæmdastjóri BUSINESSEUROPE: Útflutningsdrifinn hagvöxtur og sköpun nýrra starfa lykilatriði

Samtök atvinnulífsins