Efnahagsmál - 

06. febrúar 2008

Mannauður geðfatlaðra verði nýttur

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Mannauður geðfatlaðra verði nýttur

Það er mikilvægt fyrir íslenskan vinnumarkað að njóta starfskrafta allra þeirra sem lagt geta sitt af mörkum og hagur samfélagsins alls að fólki verði hjálpað að snúa til baka inn á vinnumarkaðinn eftir áföll. Þetta kom fram í erindi Péturs Reimarssonar, forstöðumanns hjá SA, sem hann flutti á morgunverðarfundi sem Straumhvörf - efling þjónustu við geðfatlaða og Samtök atvinnulífsins stóðu fyrir á Hilton Reykjavík Nordica. Þar kom m.a. fram að Samtök atvinnulífsins hafi á undanförnum árum haft miklar áhyggjur af vaxandi fjölda öryrkja hér á landi og þeirri atburðarás sem leiði til mikillar fjölgunar þeirra. Þróun undanfarinna ára hafi haft veruleg áhrif á vinnumarkaðinn en atvinnuþátttaka öryrkja er minni hér á landi en í nálægum löndum þrátt fyrir að almenn atvinnuþátttaka sé sú mesta sem þekkist. Mikilvægt sé að búa þannig í haginn að skilgreina vinnugetu fólks fremur en örorku ásamt því að bæta þjónustu og fjölga úrræðum.

Það er mikilvægt fyrir íslenskan vinnumarkað að njóta starfskrafta allra þeirra sem lagt geta sitt af mörkum og hagur samfélagsins alls að fólki verði hjálpað að snúa til baka inn á vinnumarkaðinn eftir áföll. Þetta kom fram í erindi Péturs Reimarssonar, forstöðumanns hjá SA, sem hann flutti á  morgunverðarfundi sem Straumhvörf - efling þjónustu við geðfatlaða og Samtök atvinnulífsins stóðu fyrir á Hilton Reykjavík Nordica. Þar kom m.a. fram  að Samtök atvinnulífsins hafi á undanförnum árum haft miklar áhyggjur af vaxandi fjölda öryrkja hér á landi og þeirri atburðarás sem leiði til mikillar fjölgunar þeirra. Þróun undanfarinna ára hafi haft  veruleg áhrif á vinnumarkaðinn en atvinnuþátttaka öryrkja er minni hér á landi en í nálægum löndum þrátt fyrir að almenn atvinnuþátttaka sé sú mesta sem þekkist. Mikilvægt sé að búa þannig í haginn að skilgreina vinnugetu fólks fremur en örorku ásamt því að bæta þjónustu og fjölga úrræðum.

Nýtt fyrirkomulag áfallatrygginga

Í erindi Péturs kom fram að Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands hafa að undanförnu rætt ítarlega um nýtt fyrirkomulag áfallatrygginga en þar er átt við tryggingar vegna veikinda, slysa og örorku. Sívaxandi fjöldi öryrkja kemur m.a. fram hjá lífeyrissjóðum sem hafa þurft hærri iðgjöld til að standa undir kostnaði vegna örorku. Í aðalatriðum má segja að núverandi kerfi byggi á tiltölulega löngum veikindarétti hjá vinnuveitandanum, síðan taka við sjúkrasjóðir verkalýðsfélaganna og að lokum almannatryggingar og lífeyrissjóðir. Allt of oft reynist þetta vera einstefnugata til örorku og fólk, sem inn á þessa braut fer, á allt of sjaldan afturkvæmt inn á vinnumarkaðinn. Í tillögum sem kynntar hafa verið er stefnt að því að búa til samfellt kerfi sem getur fækkað þeim sem verða öryrkjar og fjölgað þeim sem eiga afturkvæmt á vinnumarkaðinn eftir veikindi eða slys. Til að ná árangri er nauðsynlegt að starfsmaðurinn eigi nægilega snemma kost á úrræðum og endurhæfingu til að ná tökum á því áfalli sem hann hefur orðið fyrir.

Ætlunin er að skilgreina frekar vinnugetu en örorku og þannig skapa hvatningu til hefja störf að nýju. Bætt verður þjónusta við starfsmenn og úrræðum fjölgað. Viðræðum um þetta fyrirkomulag er ekki lokið en vonast er til að við gerð kjarasamninga sem nú standa yfir verði stigin fyrstu skref í þessa átt.  

Fundur Straumhvarfa og SA var vel sóttur

Aðstæður á vinnumarkaði auka bjartsýni

Fundurinn var liður í að vekja athygli á þeim ónýtta mannauð sem býr í geðfötluðu fólki en í máli Péturs kom fram að ákveðnar aðstæður á vinnumarkaði á Íslandi veki bjartsýni. Íslenski vinnumarkaðurinn búi við sveigjanlegar reglur hvað varðar ráðningar og uppsagnir og hlutastörf á vinnumarkaðnum séu fjölmörg - um 40 þúsund eða um fjórðungur allra starfa. Það ætti að gefa von um að unnt sé að finna vænleg hlutastörf fyrir marga sem hafa einhverja starfsgetu. Með þessu nýju kerfi sé hægt að fjölga fólki á vinnumarkaði sem ekki hefur fulla starfsgetu og þarf að koma til móts við á einhvern hátt. Þannig sé hægt að stuðla að virkari vinnumarkaði, betri efnahagslegum árangri minni vanlíðan og aukinni vellíðan.

Sjá nánar:

Erindi Péturs Reimarssonar (PDF)

Upplýsingar um Straumhvörf  á vef félagsmálaráðuneytis

Samtök atvinnulífsins