Vinnumarkaður - 

16. febrúar 2001

Málþing um Evrópuvinnurétt og jafnréttislöggjöf

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Málþing um Evrópuvinnurétt og jafnréttislöggjöf

Samtök atvinnulífsins gangast fyrir málþingi um Evrópuvinnurétt dagana 9.-10. mars næstkomandi, í samstarfi við Norrænu ráðherranefndina. Málþingið skiptist í tvo hluta. Fyrri dagurinn er helgaður almennri umfjöllum um reglur og áhrif Evrópuvinnuréttarins. Sérstaklega verður leitast við að skoða hvaða áhrif Evrópurétturinn hefur haft og mun hafa á íslenskan vinnurétt og hvort réttarþróunin kemur til með að draga úr þeirri sérstöðu, sem íslenskur vinnuréttur hefur að mörgu leyti haft.

Samtök atvinnulífsins gangast fyrir málþingi um Evrópuvinnurétt dagana 9.-10. mars næstkomandi, í samstarfi við Norrænu ráðherranefndina. Málþingið skiptist í tvo hluta. Fyrri dagurinn er helgaður almennri umfjöllum um reglur og áhrif Evrópuvinnuréttarins. Sérstaklega verður leitast við að skoða hvaða áhrif Evrópurétturinn hefur haft og mun hafa á íslenskan vinnurétt og hvort réttarþróunin kemur til með að draga úr þeirri sérstöðu, sem íslenskur vinnuréttur hefur að mörgu leyti haft.

Seinni dagur málþingsins, sem jafnframt er liður í framlagi SA til ráðstefnunnar Konur og lýðræði, er helgaður jafnréttismálum og ætti að höfða jafnt til lögfræðinga, þeirra sem starfa að starfsmannamálum í fyrirtækjum og annarra áhugamanna um jafnréttislöggjöf.

Hægt er að skrá sig á málþingið í heild eða annan hvorn hluta þess. Meðal fyrirlesara verða bæði innlendir og erlendir sérfræðingar um vinnurétt og jafnréttislöggjöf.

 Sjá nánar sérstaka síðu SA um málþingið.


Samtök atvinnulífsins