Vinnumarkaður - 

17. september 2002

Málstofa um starfsmenntasjóðinn Starfsafl

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Málstofa um starfsmenntasjóðinn Starfsafl

Starfsafl - Starfsmennt Samtaka atvinnulífsins og Flóabandalagsins hyggst á haustdögum bjóða til málstofu þar sem kynnt verða verkefni sjóðsins og möguleikar fyrirtækja til að efla og styrkja mannauð sinn með samvinnu við Starfsafl.

Starfsafl - Starfsmennt Samtaka atvinnulífsins og Flóabandalagsins hyggst á haustdögum bjóða til málstofu þar sem kynnt verða verkefni sjóðsins og möguleikar fyrirtækja til að efla og styrkja mannauð sinn með samvinnu við Starfsafl.

Áætlað er að málstofan taki einn morgun, kl. 9:00 - 13:00. Leitast verður við að hafa fyrirtæki með svipaðar þarfir fyrir starfsmenntun saman í málstofu. Áhugasöm fyrirtæki eru hvött til að hafa samband, en haft verður samband við þau þegar dagsetningar hafa verið ákveðnar.

Nánari upplýsingar veita Maríanna Traustadóttir (s. 510 7543, marianna@starfsafl.is) og Vilborg Einarsdóttir (s. 864 0899, vilborg@vilborg.is).

Um Starfsafl
Í tengslum við kjarasamninga vorið 2000 sömdu Samtök atvinnulífsins og Flóabandalagið um stofnun sérstaks sjóðs sem ætlað yrði að byggja upp menntun ófaglærðra, starfsfólki og fyrirtækjum til hagsbóta. Félagsmenn Eflingar - stéttarfélags, Verkalýðsfélagsins Hlífar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis geta sótt um starfsmenntastyrk til sjóðsins. Fyrirtæki innan Samtaka atvinnulífsins geta sótt um styrk til að vinna sérstök starfsmenntaverkefni í samvinnu við aðildarfélög Starfsafls.

Sjá nánari upplýsingar um Starfsafl á heimasíðu sjóðsins.

Samtök atvinnulífsins