Efnahagsmál - 

07. júní 2003

Mæla með auknum hlut einkaaðila

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Mæla með auknum hlut einkaaðila

Í áliti sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er m.a. fjallað um aukinn hlut einkaaðila við að veita almannaþjónustu. Þar segir m.a., í þýðingu Seðlabanka: "Með hliðsjón af vexti útgjalda umfram áform á síðustu árum og þörf á áframhaldandi aðhaldi væri gagnlegt að auka hlut einkaaðila við að veita almannaþjónustu og efla tengsl milli þjónustugjalda (sem mætti tekjutengja) og raunverulegs kostnaðar við þjónustuna þar sem kostnaði hættir til að fara úr böndum - sérstaklega í heilbrigðis- og menntageiranum."

Í áliti sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er m.a. fjallað um aukinn hlut einkaaðila við að veita almannaþjónustu. Þar segir m.a., í þýðingu Seðlabanka: "Með hliðsjón af vexti útgjalda umfram áform á síðustu árum og þörf á áframhaldandi aðhaldi væri gagnlegt að auka hlut einkaaðila við að veita almannaþjónustu og efla tengsl milli þjónustugjalda (sem mætti tekjutengja) og raunverulegs kostnaðar við þjónustuna þar sem kostnaði hættir til að fara úr böndum - sérstaklega í heilbrigðis- og menntageiranum."

Í samtali við Fréttablaðið segir Gústaf Adolf Skúlason, forstöðumaður stefnumótunar- og samskiptasviðs Samtaka atvinnulífsins, þetta að mestu í anda þess sem SA hafi boðað, en undanskilur þjónustugjöld í heilbrigðiskerfinu. "Opinber útgjöld til heilbrigðismála hafa vaxið mikið á undanförnum árum og hlutfall þeirra af landsframleiðslu er það annað hæsta innan OECD, þótt meðalaldur þjóðarinnar sé með því lægsta af þessum löndum. Við höfum bent á að hægt er að nýta kosti samkeppni og mismunandi rekstrarforma til lækkunar á kostnaði, án þess að hlutur hins opinbera í kostnaði við hvern sjúkling minnki, né heldur gæði þjónustunnar," segir Gústaf. Hann tilgreinir sérstaklega gerð þjónustusamninga og greiðslur á grundvelli kostnaðargreiningar sjúkdómstilfella. Fyrsta skrefið sé fólgið gagngerri endurskoðun á fjármögnunarleiðum heilbrigiðisþjónustunnar.

Samtök atvinnulífsins