Efnahagsmál - 

06. október 2006

Lýsa furðu á aðgerðum sem beinlínis leiði af sér gengishækkun

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Lýsa furðu á aðgerðum sem beinlínis leiði af sér gengishækkun

Barátta Seðlabankans við ofþenslueinkennin með sífelldri hækkun stýrivaxta er afar ómarkviss og bitnar harkalega á fyrirtækjum í útflutnings- og samkeppnisgreinum, segir í ályktun aðalfundar Samtaka fiskvinnslustöðva. Fundurinn lýsir furðu á þeim aðgerðum í efnahags- og peningamálum sem beinlínis leiði af sér gengishækkun krónunnar, en slíkar aðgerðir grafi um leið undan undan rekstri útflutningsfyrirtækja í landinu. Þá segir m.a. að það skipti gríðarlegu máli fyrir þjóðarbúið og lífskjörin í landinu að við nýtum þau tækifæri sem felast í eðlilegri nýtingu á auðlindum þjóðarinnar, og að kappkosta þurfi að slík nýting verði innan skynsamlegra marka og vandað verði til alls undirbúnings með hliðsjón af umhverfi og náttúruvernd. Ályktun aðalfundar SF fylgir hér að neðan:

Barátta Seðlabankans við ofþenslueinkennin með sífelldri hækkun stýrivaxta er afar ómarkviss og bitnar harkalega  á fyrirtækjum í útflutnings- og samkeppnisgreinum, segir í ályktun aðalfundar Samtaka fiskvinnslustöðva. Fundurinn lýsir furðu á þeim aðgerðum í efnahags- og peningamálum sem beinlínis leiði af sér gengishækkun krónunnar, en slíkar aðgerðir grafi um leið undan undan rekstri útflutningsfyrirtækja í landinu. Þá segir m.a. að það skipti gríðarlegu máli fyrir þjóðarbúið og lífskjörin í landinu að við nýtum þau tækifæri sem felast í eðlilegri nýtingu á auðlindum þjóðarinnar, og að kappkosta þurfi að slík nýting verði innan skynsamlegra marka og vandað verði til alls undirbúnings með hliðsjón af umhverfi og náttúruvernd.  Ályktun aðalfundar SF fylgir hér að neðan:

Ályktun aðalfundar Samtaka fiskvinnslustöðva, 6. október 2006

Á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva sem haldinn var í dag voru lagðar fram upplýsingar og útreikningar um þróun heildarafla, afurðaverðs, gengis, hráefniskostnaðar og annara liða er ráða miklu um afkomu í sjávarútvegi.

Þessir útreikningar staðfesta mismunandi afkomu einstakra   vinnslugreina og sjávarútvegsins í heild. Verðlag á íslenskum sjávarafurðum í erlendri mynt hafa áfram haldist hagstæð að frátöldum afurðum rækjuvinnslunnar. Síðbúin lækkun á gengi krónunnar fyrr á þessu ári eftir langt tímabil hágengis hefur átt sinn þátt í bættri afkomu fyrirtækjanna á þessu ári.

Barátta Seðlabankans við ofþenslueinkennin með sífelldri hækkun stýrivaxta er afar ómarkviss og bitnar harkalega  á fyrirtækjum í útflutnings- og samkeppnisgreinum. Áhrif peningastefnunnar virka fyrst og fremst til hækkunar á gengi krónunnar, en áhrif stýrivaxta á  vaxtakjör til fjárfestinga í atvinnulífi eða íbúðarhúsnæði eru nær engin. Frá síðustu    hækkun stýrivaxta Seðlabankans sem kom til framkvæmda seinnihluta  september sl.  hefur gengi krónunnar hækkað um 3%  og hefur þá gengi krónunnar hækkað samtals um 10% frá miðju þessu ári.    

Aðalfundur Samtaka fiskvinnslustöðva lýsir furðu  á þeim aðgerðum í efnahags- og peningamálum sem beinlínis leiða af sér gengishækkun krónunnar, en slíkar aðgerðir grafa um leið  undan undan rekstri útflutningsfyrirtækja í landinu.

Aðalfundur Samtaka fiskvinnslustöðva leggur áherslu á mikilvægi þess að fjölbreytt og öflugt atvinnulíf haldi áfram að þróast hér á landi. Það skiptir gríðarlegu máli fyrir þjóðarbúið og lífskjörin í landinu að við nýtum þau tækifæri sem felast í eðlilegri nýtingu á auðlindum þjóðarinnar. Við þurfum jafnframt að kappkosta að slík nýting verði innan skynsamlegra marka og vandað verði til alls undirbúnings með hliðsjón af umhverfi og náttúruvernd.

Aðalfundur Samtaka fiskvinnslustöðva samþykkir að SF beiti sér fyrir stofnun formlegs samstarfsvettvangs samtaka atvinnurekenda í sjávarútvegi sem starfa innan Samtaka atvinnulífsins.   Meginhlutverk samstarfsins felist í nánara samstarfi og samþættingu verkefna er varða kynningu og ímyndarmál sjávarútvegsins auk umhverfismála og annara verkefna sem varða sameiginlega hagsmuni sjávarútvegsins.

Samtök atvinnulífsins