Samkeppnishæfni - 

26. febrúar 2015

Lyfjaauglýsingar verði heimilaðar í sjónvarpi

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Lyfjaauglýsingar verði heimilaðar í sjónvarpi

Samtök atvinnulífsins styðja að frumvarp, um að heimilt verði að auglýsa lausasölulyf í sjónvarpi, verði að lögum. Lyfin eru seld án lyfseðils og nú má auglýsa þau í blöðum og tímaritum en ekki í sjónvarpi. Verði frumvarpið að lögum verður ekki gert upp á milli fjölmiðla að þessu leyti.

Samtök atvinnulífsins styðja að frumvarp, um að heimilt verði að auglýsa lausasölulyf í sjónvarpi, verði að lögum. Lyfin eru seld án lyfseðils og nú má auglýsa þau í blöðum og tímaritum en ekki í sjónvarpi. Verði frumvarpið að lögum verður ekki gert upp á milli fjölmiðla að þessu leyti.

Mikilvægt er að einstaklingar beri sjálfir eins mikla ábyrgð á eigin heilsu og frekast er unnt. Liður í því er að þeim sé kunnugt um eiginleika lausasölulyfja og í hvaða tilvikum þau gagnast og hvenær ekki. Það getur orðið til þess að draga úr álagi á heilbrigðiskerfið og að fólk geti fengið bót á ýmsum kvillum og einkennum sem ekki krefjast læknismeðferðar. Liður í miðlun upplýsinga á þessu sviði eru kynningar og auglýsingar lyfjafyrirtækja á eigin vörum.

Sjá nánar:

Umsögn SA

Samtök atvinnulífsins