Efnahagsmál - 

03. desember 2002

Lokanir leikskóla: áhersla SA á sveigjanleika

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Lokanir leikskóla: áhersla SA á sveigjanleika

Í STARFS- og fjárhagsáætlun Leikskóla Reykjavíkur er gert ráð fyrir að allir leikskólar í Reykjavík verði lokaðir í einn mánuð í sumar. Ekki mun þó búið að útfæra hugmyndirnar að fullu.

Í STARFS- og fjárhagsáætlun Leikskóla Reykjavíkur er gert ráð fyrir að allir leikskólar í Reykjavík verði lokaðir í einn mánuð í sumar. Ekki mun þó búið að útfæra hugmyndirnar að fullu.

Áhersla SA á sveigjanleika í framkvæmdinni
Í samtali við Morgunblaðið segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, þjónustu leikskólanna mjög mikilvæga fyrir atvinnulífið. Hann segir röskun sem komi niður á foreldrum og börnum einnig óneitanlega koma niður á atvinnulífinu. "Meiri samræming á því hvenær skólunum er lokað þarf þó ekki að vera af því slæma. En ég held að það myndi nýtast öllum ef ákveðinn sveigjanleiki væri fyrir foreldra innan tiltölulega þröngs tímaramma. Það er virðingarvert af leikskólum að stefna að því að halda sig innan þess fjárhagsramma sem þeim er sniðinn. En það hefur ekki verið kynnt opinberlega hvaða hagræði er af því að loka öllum skólum í ákveðinn tíma frekar en að draga verulega úr starfsemi á þröngu tímabili. Það gæti dregið mikið úr röskuninni sem hlýst af þessum lokunum ef hægt er að hafa einhvern sveigjanleika í framkvæmdinni," segir Ari í samtali við Morgunblaðið.

Samtök atvinnulífsins