21. júní 2022

Lögfesta breytingar á lífeyrisfyrirkomulagi

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Lögfesta breytingar á lífeyrisfyrirkomulagi

Alþingi samþykkti þann 15. júní síðastliðin frumvarp til breytinga á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

Um er að ræða lögfestingu þriggja atriða úr stuðningsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar við lífskjarasamningana sem undirritaðir voru 2019. Lágmarksiðgjald skv. lögum hækkar því úr 12% í 15,5%, lágmarkstryggingavernd hækkar úr 1,4% á ári í 1,8% á ári að meðaltali auk þess sem lífeyrissjóðum er gert heimilt að bjóða tilgreinda séreign, séreignarsparnað sem er hluti af lágmarkstryggingavernd og getur numið 3,5% af lífeyrisiðgjaldi. Breytingarnar auka þannig sveigjanleika til lífeyristöku og fest í sessi þá þætti sem samið var um í lífskjarasamningunum.

Í sameiginlegri umsögn SA og ASÍ við frumvarpið fögnuðu samtökin frumvarpinu og hvöttu til að það yrði samþykkt. Umsögnina má lesa hér.

Samtök atvinnulífsins