Vinnumarkaður - 

17. maí 2001

Lög á verkföll sjómanna og verkbönn útgerðarmanna

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Lög á verkföll sjómanna og verkbönn útgerðarmanna

Afar erfiðlega hefur gengið að ná saman frjálsum kjarasamningum á fiskiskipaflotanum, þótt meðallaun fiskimanna séu meðal þeirra hæstu sem þekkjast hjá starfsmönnum íslenskra fyrirtækja og þrátt fyrir að launahlutfall í útgerð sé hærra en í öðrum atvinnugreinum sem byggja í jafn ríkum mæli á miklum fjárfestingum og tæknibúnaði. Þrátt fyrir sex vikna verkfall hefur ekki tekist að ná heildarsamningum á þessu sviði. Jákvæð niðurstaða fékkst hins vegar í samningum við vélstjóra, sem eru einn þriggja megin samningsaðila. Er fagnaðarefni að forystumenn vélstjóra hafi risið undir þeirri ábyrgð að semja um kaup og kjör. Atvinnurekendur hafa að sýnu leyti sýnt samningsvilja sinn í verki með þeim samningum.

Afar erfiðlega hefur gengið að ná saman frjálsum kjarasamningum á fiskiskipaflotanum, þótt meðallaun fiskimanna séu meðal þeirra hæstu sem þekkjast hjá starfsmönnum íslenskra fyrirtækja og þrátt fyrir að launahlutfall í útgerð sé hærra en í öðrum atvinnugreinum sem byggja í jafn ríkum mæli á miklum fjárfestingum og tæknibúnaði. Þrátt fyrir sex vikna verkfall hefur ekki tekist að ná heildarsamningum á þessu sviði. Jákvæð niðurstaða fékkst hins vegar í samningum við vélstjóra, sem eru einn þriggja megin samningsaðila. Er fagnaðarefni að forystumenn vélstjóra hafi risið undir þeirri ábyrgð að semja um kaup og kjör. Atvinnurekendur hafa að sýnu leyti sýnt samningsvilja sinn í verki með þeim samningum.

Vegna yfirgnæfandi þjóðhagslegrar þýðingar þessarar atvinnugreinar hefur það illu heilli vofað yfir, að stjórnvöld kynnu að grípa inn í deiluna, ef öllum málsaðilum tækist ekki að leiða hana til lykta. Hefur það því miður verið mat samningamanna Samtaka atvinnulífsins og Landssambands íslenskra útvegsmanna að sá möguleiki dragi úr vilja sjómannaforystunnar til samninga, því þeir kunni að líta svo á að betri niðurstöðu megi ná gagnvart stjórnmálamönnum, heldur en við samningaborðið. Það varð alltént raunin árið 1998, þegar Alþingi lögfesti sáttatillögu sem sjómenn höfðu samþykkt í almennri atkvæðagreiðslu, en útvegsmenn hafnað sem óaðgengilegri.

Nú hefur á ný komið til lagasetningar til að binda enda á kjaradeilu á fiskiskipaflotanum. Það er að sjálfsögðu mikið áfall fyrir samningsaðilana og allt kjarasamningaferlið, þótt því verði að treysta að sá gerðardómsferill sem lögin leggja upp með leiði til málefnalegrar niðurstöðu.

Sjá nýsamþykkt lög um kjaramál fiskimann og fleira.

Samtök atvinnulífsins