Efnahagsmál - 

08. júlí 2010

Ljósvakamiðlar fái jöfn tækifæri til að sinna hlutverki RÚV

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Ljósvakamiðlar fái jöfn tækifæri til að sinna hlutverki RÚV

Skatttekjur Ríkisútvarpsins eru vel á fjórða milljarð króna á ári. Að mati Samtaka atvinnulífsins er óhjákvæmilegt að þessi starfsemi verði fyrir miklum niðurskurði á næstunni. Mikil framþróun hefur átt sér stað í fjölmiðlun á síðustu árum og því eðlilegt að ljósvakamiðlar fái allir jöfn færi á að sinna því hlutverki sem Ríkisútvarpið gegnir nú samkvæmt útvarpslögum: Að gegna öryggishlutverki á hættutímum, flytja fréttir og skoðanaskipti, standa vörð um íslenska tungu, menningararfleifð og sögu þjóðarinnar, flytja lista- og menningarefni, fræða hlustendur, flytja skemmtiefni, sérstaklega fyrir börn og senda dagskrána út til landsins alls.

Skatttekjur Ríkisútvarpsins eru vel á fjórða milljarð króna á ári. Að mati Samtaka atvinnulífsins er óhjákvæmilegt að þessi starfsemi verði fyrir miklum niðurskurði á næstunni. Mikil framþróun hefur átt sér stað í fjölmiðlun á síðustu árum og því eðlilegt að ljósvakamiðlar fái allir jöfn færi á að sinna því hlutverki sem Ríkisútvarpið gegnir nú samkvæmt útvarpslögum: Að gegna öryggishlutverki á hættutímum, flytja fréttir og skoðanaskipti, standa vörð um íslenska tungu, menningararfleifð og sögu þjóðarinnar, flytja lista- og menningarefni, fræða hlustendur, flytja skemmtiefni, sérstaklega fyrir börn og senda dagskrána út til landsins alls.

Þess vegna er rétt að beint framlag á fjárlögum til ríkisútvarpsins falli niður. Með útboðum af hálfu ríkisins gefst keppinautum Ríkisútvarpsins kostur á að bjóða betri dagskrá fyrir lægra verð en Ríkisútvarpið gerir nú. Ef í ljós kemur að Ríkisútvarpið er best fallið til þessa hlutverks mun það sinna því áfram. Nauðsynlegt er að allir sitji við sama borð í þessum útboðum. Líklegt er að með útboðum megi fá sömu gæði fyrir lægra verð.

Samtök atvinnulífsins