Efnahagsmál - 

19. apríl 2002

LÍÚ ályktar gegn ESB-aðild

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

LÍÚ ályktar gegn ESB-aðild

Stjórn Landssambands íslenskra útvegsmanna hefur sent frá sér ályktun þar sem segir m.a. að útilokað sé að Íslendingar gangist undir hina sameiginlegu sjávarútvegsstefnu ESB og láti af hendi stjórn og yfirráð fiskimiðanna. Þegar af þeirri ástæðu komi aðild að ESB ekki til álita. Í ályktuninni er fjallað um helstu vankanta sem LÍÚ sér á aðild að sameiginlegri sjávarútvegsstefnu ESB, auk annarra galla aðildar.

Stjórn Landssambands íslenskra útvegsmanna hefur sent frá sér ályktun þar sem segir m.a. að útilokað sé að Íslendingar gangist undir hina sameiginlegu sjávarútvegsstefnu ESB og láti af hendi stjórn og yfirráð fiskimiðanna.  Þegar af þeirri ástæðu komi aðild að ESB ekki til álita. Í ályktuninni er fjallað um helstu vankanta sem LÍÚ sér á aðild að sameiginlegri sjávarútvegsstefnu ESB, auk annarra galla aðildar.

Jafn margir með og á móti
Samkvæmt símakönnun sem PricewaterhouseCoopers hefur gert fyrir LÍÚ segjast 37,6% aðspurðra ekki vilja að Ísland gangi í ESB, en 36,6% er því hlynnt. Munurinn er ekki marktækur.

Sjá ályktun stjórnar LÍÚ.

Samtök atvinnulífsins