Vinnumarkaður - 

05. september 2002

Litlar veikindafjarvistir á Íslandi?

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Litlar veikindafjarvistir á Íslandi?

Veikindafjarvistir virðast vera talsvert minni hér á landi en á öðrum Norðurlöndum, en hérlend gögn eru reyndar mjög takmörkuð. Erlendis eru þær meiri hjá hinu opinbera en í einkageiranum og vísbendingar eru um það sama hér á landi. Ætla má að beinn kostnaður vegna veikindafjarvista sé um 20-25 milljarðar króna á ári.

Veikindafjarvistir virðast vera talsvert minni hér á landi en á öðrum Norðurlöndum, en hérlend gögn eru reyndar mjög takmörkuð. Erlendis eru þær meiri hjá hinu opinbera en í einkageiranum og vísbendingar eru um það sama hér á landi. Ætla má að beinn kostnaður vegna veikindafjarvista sé um 20-25 milljarðar króna á ári.

Veikindafjarvistir íslensks verkafólks og iðnaðarmanna hafa um langt árabil mælst á bilinu 3,0-3,5%, samkvæmt gögnum Kjararannsóknarnefndar (KRN). Nýverið birtist ítarleg rannsókn á veikindafjarvistum á vegum dönsku samtaka atvinnulífsins (DA). Þar er að finna fjölþjóðlegan samanburð á fjarvistum þar sem fram kemur að almennt eru þær mestar í Noregi, eða 7% að meðaltali, og tvöfalt meiri þar í landi en í Bretlandi, þar sem þær eru liðlega 3%. Í Danmörku eru þær 4% og í Svíþjóð 5%.

(smellið á myndina)

Slíkur samanburður er reyndar vandasamur þar sem í sumum löndunum er allur vinnumarkaðurinn meðtalinn en annars staðar almennur vinnumarkaður einvörðungu. Þá hefur það áhrif hver réttindi manna eru og hvenær t.d. þeir sem þjást af langvinnum sjúkdómum hætta að teljast forfallaðir vegna veikinda og færast í raðir öryrkja.

Minnstar á Íslandi"https://cdn.nfp.is/sa/gamaltefni/veikindafjarvistirfylgiskjalumurvinnslukrn.pdf"> helstu niðurstöður úrvinnslu á gögnum KRN (pdf-skjal)

Ítarefni: helstu niðurstöður ítarlegrar skýrslu DA (pdf-skjal)

Þar kemur m.a. fram að

  • veikindafjarvistir eru meiri hjá opinberum starfsmönnum en í einkageiranum

  • meirihluta skammtímafjarvista má rekja til lítils hluta launamanna

  • skammtímafjarvistir er hlutfallslega meiri meðal yngra launafólks

  • einungis 12% launafólks rekja ástæðu síðustu veikindafjarvistar til aðstæðna á vinnustað, en í opinberri umræðu er þeim gjarnan varpað fram sem skýringu.

Samtök atvinnulífsins