Efnahagsmál - 

03. Maí 2001

Lítill þjóðhagslegur sparnaður

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Lítill þjóðhagslegur sparnaður

Innlendur sparnaður hefur farið hraðminnkandi undanfarin tvö ár. Árið 2000 var hreinn sparnaður landsmanna innan við hálft prósent af landsframleiðslu, en á árunum


Innlendur sparnaður hefur farið hraðminnkandi undanfarin tvö ár. Árið 2000 var hreinn sparnaður landsmanna innan við hálft prósent af landsframleiðslu, en á árunum

1990-1998 var hlutfallið oftast nær á bilinu 3-5%. Þetta gerist þrátt fyrir að frjáls lífeyrissparnaður hafi stóraukist á liðnu ári. Gera má ráð fyrir að um 40% launþega spari með þessum hætti um þessar mundir. Lítill sparnaður er sérstakt áhyggjuefni þegar haft er í huga að landsmenn eru að meðaltali fremur ungir, en eftir rúman áratug mun hlutfall Íslendinga á ellilífeyrisaldri stóraukast. Mikilvægt er að lagt sé til hliðar til þess tíma.

Samtök atvinnulífsins