Vinnumarkaður - 

24. apríl 2019

Lífskjarasamningurinn samþykktur af SA

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Lífskjarasamningurinn samþykktur af SA

Samtök atvinnulífsins samþykktu kjarasamninga við verkafólk og verslunarmenn fyrir tímabilið 2019 - 2022 sem skrifað var undir 3. apríl í rafrænni atkvæðagreiðslu. Þeir voru samþykktir með yfirgnæfandi meirihluta eða 98% greiddra atkvæða. Kosningaþátttaka var góð, eða 74%.

Samtök atvinnulífsins samþykktu kjarasamninga við verkafólk og verslunarmenn fyrir tímabilið 2019 - 2022 sem skrifað var undir 3. apríl í rafrænni atkvæðagreiðslu. Þeir voru samþykktir með yfirgnæfandi meirihluta eða 98% greiddra atkvæða. Kosningaþátttaka var góð, eða 74%.

Atkvæðagreiðslan er í samræmi við samþykktir samtakanna, en í þeim segir að heildarkjarasamningar og stefnumarkandi samningar skuli bornir undir atkvæði félagsmanna í leynilegri atkvæðagreiðslu. Hún hófst 16. apríl og lauk kl. 11 í dag 24. apríl. Greidd voru atkvæði um alla samningana í einu á grundvelli atkvæðavægis aðildarfyrirtækja SA.

Ný kaupgjaldskrá hefur verið birt á vef SA. Launabreytingar 1. apríl eru eftirfarandi:

  • Kauptaxtar og mánaðarlaun fyrir fullt starf hækka um kr. 17.000.
  • Lágmarkstekjutrygging hækkar í kr. 317.000 á mánuði.
  • Orlofsuppbót er kr. 50.000 frá 1. maí 2019. Við hana bætist eingreiðsla, kr. 26.000, sem lýtur sömu útreikningsreglum og orlofsuppbótin.
  • Desemberuppbót er kr. 92.000 á árinu 2019.

Kaupgjaldskrá nr. 22 má nálgast á Vinnumarkaðsvef SA

Lífskjarasamningurinn 2019-2022 er yfirskrift þeirra fjölmörgu samninga og yfirgripsmiklu aðgerða sem aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld hafa sammælst um næstu árin. Kynningu samningsins má nálgast á vef SA ásamt boðuðum aðgerðum ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Á vinnumarkaðsvef SA er einnig að finna ítarlegar upplýsingar um nýja samninga SA og SGS, Eflingar, VR og LÍV.

Kjarasamningar 2019 - 2022 á vinnumarkaðsvef SA

Lífskjarasamningurinn 2019-2022 – umfjöllun á vef SA


Hér að neðan í Sjónvarpi atvinnulífsins má einnig sjá stutta kynningu Halldórs Benjamín Þorbergssonar á helstu atriðum Lífskjarasamningsins sem birt var við upphaf atkvæðagreiðslu SA.

Samtök atvinnulífsins