Efnahagsmál - 

21. september 2009

Lífeyrissjóðakerfið hefur reynst vel

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Lífeyrissjóðakerfið hefur reynst vel

Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, segir að núverandi lífeyrissjóðakerfi hafi reynst vel þrátt fyrir að lífeyrissjóðirnir orðið fyrir áfalli. Hann hafnar því í samtali við fréttastofu RÚV að seta fulltrúa atvinnurekenda í stjórnum sjóðanna hafi valdið þeim skaða og segir stjórnirnar ekki taka ákvarðarnir um einstaka fjárfestingar heldur marki þær stefnuna. Atvinnurekendur hafi hagsmuni af því að afkoma sjóðanna sé sem best.

Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, segir að núverandi lífeyrissjóðakerfi hafi reynst vel þrátt fyrir að lífeyrissjóðirnir orðið fyrir áfalli. Hann hafnar því í samtali við fréttastofu RÚV að seta fulltrúa atvinnurekenda í stjórnum sjóðanna hafi valdið þeim skaða og segir stjórnirnar ekki taka ákvarðarnir um einstaka fjárfestingar heldur marki þær stefnuna. Atvinnurekendur hafi hagsmuni af því að afkoma sjóðanna sé sem best.

Rætt var við Hannes vegna hugmynda sem stjórn og trúnaðarráð Verkalýðsfélags Akraness hefur sett fram um að atvinnurekendur úr stjórnum lífeyrissjóða.

Hannes minnir á að lífeyrissjóðirnir séu hluti af kjarasamningum og undirstrikar að atvinnurekendur hafi hagsmuni af því að afkoma sjóðanna sé sem best. Ef hún sé slæm geti það bitnað á atvinnurekendum með kröfum um hærri iðgjöld til lífeyrissjóða eða hærri lífeyri almannatrygginga. Hann minnir á að lífeyrir er fjármagnaður með tryggingagjaldi sem atvinnurekendur borgi.

Sjá nánar á vef RÚV         

Smellið hér til að hlusta á frétt RÚV 19. september

Samtök atvinnulífsins