Vinnumarkaður - 

15. mars 2013

Liðsstyrkur: Mótframlag lækkar 1. apríl

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Liðsstyrkur: Mótframlag lækkar 1. apríl

Atvinnuátaksverkefnið Liðsstyrkur hefur gengið vel. Markmið verkefnisins er að auðvelda atvinnurekendum nýráðningar á fólki sem hefur verið lengi án vinnu með myndarlegu mótframlagi. Um 1.400 störf hafa nú þegar verið skráð í starfabanka Liðsstyrks, þar af eru um 820 störf sem fyrirtæki á almenna vinnumarkaðnum vilja ráða fólk í. Atvinnuleysistryggingasjóður greiðir með hverju nýju starfi jafnvirði fullra bóta í 6 mánuði ásamt 8% framlagi í lífeyrissjóð m.v. fullt starf ef ráðning á sér stað fyrir 1. apríl 2013.

Atvinnuátaksverkefnið Liðsstyrkur hefur gengið vel. Markmið verkefnisins er að auðvelda atvinnurekendum nýráðningar á fólki sem hefur verið lengi án vinnu með myndarlegu mótframlagi. Um 1.400 störf hafa nú þegar verið skráð í starfabanka Liðsstyrks, þar af eru um 820 störf sem fyrirtæki á almenna vinnumarkaðnum vilja ráða fólk í. Atvinnuleysistryggingasjóður greiðir með hverju nýju starfi jafnvirði fullra bóta í 6 mánuði ásamt 8% framlagi í lífeyrissjóð m.v. fullt starf ef ráðning á sér stað fyrir 1. apríl 2013.

Rétt er að vekja athygli á því að þann 1. apríl mun mótframlag atvinnuleysistryggingasjóðs til fyrirtækja lækka. Ef ráðning á sér stað í apríl eða maí þá fá fyrirtæki greiddar 90% af bótum og 80% ef ráðið er í nýtt starf eftir 1. júní nk.

Frekari upplýsingar um átakið fást hjá starfsmanni SA, Hjörleifi Þórðarsyni (hjorleifur@sa.is ) í síma 591-0007 og á heimasíðu átaksins www.lidsstyrkur.is .

Ráðningar eru nú í fullum gangi og hefur verið gengið frá 300 ráðningarsamningum nú þegar. Mikill fjöldi starfanna er á höfuðborgarsvæðinu eða um 73%. Viðbrögð fyrirtækja og sveitarfélaga verið til fyrirmyndar og ánægjulegt að sjá hversu fjölbreytt störf eru í boði.

Eitt þeirra fyrirtækja sem tekur þátt er Nýi tölvu-og viðskiptaskólinn (NTV), en hann er viðurkenndur af menntamálaráðuneytinu sem einkaskóli á framhaldsskólastigi og gefur nám hjá NTV einingar til stúdentsprófs.

Jón Vignir Karlsson, skólastjóri og stofnandi skólans, segir að með þátttöku í Liðsstyrk geti skólinn sett aukinn kraft í kynningu og sölu á nýrri þjónustu við fyrirtæki sem heiti Námsmiðjan. Markmiðið er að gefa mannauðsstjórum og forsvarsmönnum fyrirtækja kost á að sérsníða námskeið fyrir starfsfólk sitt með einföldum hætti. Jón Vignir segir að skólinn hafi ákveðið vera með í Liðsstyrk þar sem þeim stóð til boða að fá hæfan starfsmann með reynslu.

Jón Vignir hvetur alla atvinnurekendur til þátttöku, því um mikilvægt framtak sé að ræða sem varði okkur öll. Fyrirtækin í landinu geti tekið saman höndum og virkjað fólk aftur til starfa sem þýðir ávinning fyrir samfélagið í heild.

Samtök atvinnulífsins