Vinnumarkaður - 

05. Febrúar 2013

Liðsstyrkur fer vel af stað

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Liðsstyrkur fer vel af stað

Mörg ný störf hafa orðið til eftir að átakið Liðsstyrkur hófst í janúar og eru fyrstu ráðningar frágengnar. Vinnumálastofnun hefur rætt við 1.100 einstaklinga og hafa flestir þeirra verið tilbúnir að fara út á vinnumarkaðinn á ný en markmið verkefnisins er að auðvelda atvinnurekendum nýráðningar á fólki sem hefur verið lengi án vinnu. Flóra þeirra starfa sem fyrirtæki vilja ráða fólk í er mikil og hefur það komi mörgum atvinnuleitendum á óvart. Sömuleiðis hefur það komið atvinnurekendum ánægjulega á óvart, hversu margir vel menntaðir og reynslumiklir starfsmenn eru reiðubúnir til að láta til sín taka.

Mörg ný störf hafa orðið til eftir að átakið Liðsstyrkur hófst í janúar og eru fyrstu ráðningar frágengnar. Vinnumálastofnun hefur rætt við 1.100 einstaklinga og hafa flestir þeirra verið tilbúnir að fara út á vinnumarkaðinn á ný en markmið verkefnisins er að auðvelda atvinnurekendum nýráðningar á fólki sem hefur verið lengi án vinnu. Flóra þeirra starfa sem fyrirtæki vilja ráða fólk í er mikil og hefur það komi mörgum atvinnuleitendum á óvart. Sömuleiðis hefur það komið atvinnurekendum ánægjulega á óvart, hversu margir vel menntaðir og reynslumiklir starfsmenn eru reiðubúnir til að láta til sín taka.

Samtök atvinnulífsins hvetja félagsmenn SA til að leggja átakinu lið og skoða hvort þau geti ekki nýtt sér Liðsstyrk og fjölgað störfum.

Fyrirtæki sem taka þátt í átakinu geta skráð störf sem þau vilja ráða í ásamt hæfniskröfum starfsmanna í sérstakan starfagrunn á heimasíðu átaksins,  www.lidsstyrkur.is þar sem greinargóðar upplýsingar er að finna.

Allar nánari upplýsingar um átakið veitir  Hjörleifur Þórðarson, starfsmaður SA í síma 591-0007 eða í tölvupósti (hjorleifur@sa.is).

Fyrirtæki geta einnig haft samband við ráðgjafa STARFS (www.starfid.is) og Vinnumálastofnunar.  Í kjölfarið mun ráðgjafi senda viðkomandi fyrirtæki nöfn nokkurra einstaklinga sem best eru taldir uppfylla þær hæfniskröfur sem eru gerðar, enda hafi umsækjendur áður farið í greiningarviðtal.

Tengt efni:

Vinnumarkaðurinn fær öflugan liðsstyrk

Samtök atvinnulífsins