Vinnumarkaður - 

25. ágúst 2004

Leonardó-styrkir: starfsþjálfun erlendis o.fl. (4)

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Leonardó-styrkir: starfsþjálfun erlendis o.fl. (4)

Landsskrifstofa Leonardó á Íslandi lýsir eftir umsóknum um styrki í mannaskipta- og tilraunaverkefni sem veittir eru af Leonardo da Vinci starfsmenntaáætlun Evrópusambandsins. Styrkirnir eru m.a. veittir til að styrkja starfsþjálfunarferðir starfsmanna fyrirtækja til samstarfsaðila annars staðar í Evrópu. Umsóknarfrestur um Leonardó styrki er til 1. október 2004.

Landsskrifstofa Leonardó á Íslandi lýsir eftir umsóknum um styrki í mannaskipta- og tilraunaverkefni sem veittir eru af Leonardo da Vinci starfsmenntaáætlun Evrópusambandsins. Styrkirnir eru m.a. veittir til að styrkja starfsþjálfunarferðir starfsmanna fyrirtækja til samstarfsaðila annars staðar í Evrópu. Umsóknarfrestur um Leonardó styrki er til 1. október 2004.

Námskeið fyrir umsækjendur verður haldið í Tæknigarði að Dunhaga 5 þann 2. september nk. Sjá nánar á vef Landsskrifstofunnar.

Mennt aðstoðar fyrirtæki við gerð umsókna

Mennt - Samstarfsvettvangur atvinnulífs og skóla - veitir fyrirtækjum ráðgjöf og aðstoð við gerð umsókna um styrki úr Leonardó starfsmenntaáætluninni. Allar upplýsingar má jafnframt nálgast á vef Menntar og eru fyrirtæki hvött til að setja sig í samband við Aðalheiði Jónsdóttur, framkvæmda-stjóra Menntar (s: 599 14 40), hyggi þau á umsókn um styrk úr áætluninni eða vilji kynna sér málið nánar.

 

Samtök atvinnulífsins