Vinnumarkaður - 

19. September 2003

Leonardó-styrkir: starfsþjálfun erlendis o.fl.

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Leonardó-styrkir: starfsþjálfun erlendis o.fl.

Landsskrifstofa Leonardó á Íslandi lýsir eftir umsóknum um styrki í mannaskipta- og tilraunaverkefni sem veittir eru af Leonardo da Vinci starfsmenntaáætlun Evrópusambandsins. Styrkirnir eru m.a. veittir til að styrkja starfsþjálfunarferðir starfsmanna fyrirtækja til samstarfsaðila annars staðar í Evrópu. Umsóknarfrestur um Leonardó styrki er til 3. október 2003.

Landsskrifstofa Leonardó á Íslandi lýsir eftir umsóknum um styrki í mannaskipta- og tilraunaverkefni sem veittir eru af Leonardo da Vinci starfsmenntaáætlun Evrópusambandsins. Styrkirnir eru m.a. veittir til að styrkja starfsþjálfunarferðir starfsmanna fyrirtækja til samstarfsaðila annars staðar í Evrópu. Umsóknarfrestur um Leonardó styrki er til 3. október 2003.

Námskeið fyrir umsækjendur verður haldið í Tæknigarði að Dunhaga 5 þann 8. september kl. 15:00 - 17:00. Áhugasamir eru beðnir um að skrá sig í síma 525 4900 eða með tölvupósti á rthj@hi.is í síðasta lagi 5. september.

Umsækjendur sem vilja taka þátt í verkefni með öðrum og/eða leita að samstarfsaðilum fyrir verkefni sín er bent á leitarvef Leonardo á slóðinni: http://leonardo.cec.eu.int/pdb/

Nánari upplýsingar um Leonardo da Vinci áætlunina og umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu Landsskrifstofu Leonardó á slóðinni http://www.leonardo.hi.is eða hjá starfsmönnum Landsskrifstofunnar. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið: rthj@hi.is.
 

Samtök atvinnulífsins