Vinnumarkaður - 

26. janúar 2005

Leonardó-styrkir: starfsþjálfun erlendis

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Leonardó-styrkir: starfsþjálfun erlendis

Landsskrifstofa Leonardó á Íslandi lýsir eftir umsóknum um styrki í mannaskiptaverkefni sem veittir eru af Leonardo da Vinci starfsmenntaáætlun Evrópusambandsins. Umsóknarfrestur er til 11. febrúar 2005.

Landsskrifstofa Leonardó á Íslandi lýsir eftir umsóknum um styrki í mannaskiptaverkefni sem veittir eru af Leonardo da Vinci starfsmenntaáætlun Evrópusambandsins. Umsóknarfrestur er til 11. febrúar 2005.

Kynningarfundur 20. janúar

Kynningarfundur og námskeið í gerð umsókna verður haldinn í Tæknigarði, Dunhaga 5, þann 20 janúar kl. 15 - 17.    Allir þeir sem hafa áhuga á að kynna sér áætlunina eða ætla að sækja um styrk eru hvattir til þátttöku.  Skráning fer fram í síma 525 4900 eða með tölvupósti á rthj@hi.is. Sjá nánar á vef Landsskrifstofunnar.

Mennt aðstoðar fyrirtæki við gerð umsókna

Mennt - Samstarfsvettvangur atvinnulífs og skóla - veitir fyrirtækjum ráðgjöf og aðstoð við gerð umsókna um styrki í mannaskiptaverkefni. Nánari upplýsingar veitir Svala Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Mennt í síma 599-1440 eða í netfanginu svala@mennt.is.

Samtök atvinnulífsins